Andvari - 01.01.1986, Page 12
10
GUNNAR G. SCHRAM
ANDVARl
dag í málum þjóðarinnar, tími var kominn til þess að móta nýtt þjóð-
félag hér á landi og gefa meiri gaum að mörgum þeim málum sem
hæst bar í þjóðmálabaráttu nágrannaríkjanna.
Þessi nýja stefna og þær hugsjónir sem að baki henni lágu var
skráð í yfirlýsingu 1931 sem mikla athygli vakti og sætti gagnrýni
margra fyrir óhæfilegt frjálslyndi. Hér var komin hin nýja stefnuskrá
Heimdallar sem þeir höfðu manna mest mótað, Thor Thors for-
maður félagsins, Gunnar Thoroddsen og Jóhann G. Möller. Það
sýnir best hve róttæk þessi stefnuskrá var að mörg atriði hennar
urðu kjarninn í þjóðmálabaráttu hins nýja flokks næstu áratugina og
sum þeirra hafa enn í dag ekki náð fram að ganga, meir en hálfri öld
síðar. Nokkur stefnumörk skulu hér nefnd.
Meginkrafan var sem að líkum lætur að sambandinu við Dani yrði
slidð svo fljótt sem unnt væri, ísland tæki öll sín mál í eigin hendur
og stofnað yrði lýðveldi þegar að sambandsslitum fengnum. Hér var
um merkt nýmæli að ræða sem mikla athygli vakti. í stefnuskrá Sjálf-
stæðisflokksins voru tvö aðalmál sett á oddinn og var annað þeirra að
vinna að því að ísland tæki að fullu öll mál sín í eigin hendur jafn-
skjótt og tími sambandslaganna væri á enda. En það var fyrst tíu
árum seinna sem Sjálfstæðisflokkurinn í heild tók lýðveldisstofnun
opinberlega upp í stefnu sína.
Þau stefnumörk sem á eftir fylgdu voru einnig af nýjum toga. Þar
var gerð tillaga um að komið yrði á víðtækri tryggingalöggjöf, slysa-
tryggingum, sjúkratryggingum og ellitryggingum. Á þeim tíma átti
slík löggjöf enn langt í land en hér var það lóð lagt á vogarskálina
sem síðar átti eftir að skipta sköpum á leið hins íslenska velferðar-
þjóðfélags inn í framtíðina. í kjördæmamálinu var þess krafist að at-
kvæði allra kjósenda yrðu jafn áhrifarík á landsmál hvar sem þeir
byggju á landinu. Enn hefur sú stefna ekki náð fram að ganga.
Þá er lögð áhersla á það að ungir menn yrðu styrktir til náms er-
lendis í nýjungum á sviði atvinnuveganna og stofnuð yrði deild í at-
vinnufræðum við Háskóla íslands. Réttarfarslöggjöfin skyldi endur-
skoðuð, kosningaaldur lækkaður í 21 ár og skipaður opinber ákær-
andi.
í dag þykja þessi mál ílest sjálfsagður hluti þess nútímaþjóðfélags
sem við búum í. Á þeim tíma voru þau byltingarkenndar hugmyndir
bornar fram af ungum hugsjónamönnum í nýjum borgaralegum
flokki.