Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1986, Page 12

Andvari - 01.01.1986, Page 12
10 GUNNAR G. SCHRAM ANDVARl dag í málum þjóðarinnar, tími var kominn til þess að móta nýtt þjóð- félag hér á landi og gefa meiri gaum að mörgum þeim málum sem hæst bar í þjóðmálabaráttu nágrannaríkjanna. Þessi nýja stefna og þær hugsjónir sem að baki henni lágu var skráð í yfirlýsingu 1931 sem mikla athygli vakti og sætti gagnrýni margra fyrir óhæfilegt frjálslyndi. Hér var komin hin nýja stefnuskrá Heimdallar sem þeir höfðu manna mest mótað, Thor Thors for- maður félagsins, Gunnar Thoroddsen og Jóhann G. Möller. Það sýnir best hve róttæk þessi stefnuskrá var að mörg atriði hennar urðu kjarninn í þjóðmálabaráttu hins nýja flokks næstu áratugina og sum þeirra hafa enn í dag ekki náð fram að ganga, meir en hálfri öld síðar. Nokkur stefnumörk skulu hér nefnd. Meginkrafan var sem að líkum lætur að sambandinu við Dani yrði slidð svo fljótt sem unnt væri, ísland tæki öll sín mál í eigin hendur og stofnað yrði lýðveldi þegar að sambandsslitum fengnum. Hér var um merkt nýmæli að ræða sem mikla athygli vakti. í stefnuskrá Sjálf- stæðisflokksins voru tvö aðalmál sett á oddinn og var annað þeirra að vinna að því að ísland tæki að fullu öll mál sín í eigin hendur jafn- skjótt og tími sambandslaganna væri á enda. En það var fyrst tíu árum seinna sem Sjálfstæðisflokkurinn í heild tók lýðveldisstofnun opinberlega upp í stefnu sína. Þau stefnumörk sem á eftir fylgdu voru einnig af nýjum toga. Þar var gerð tillaga um að komið yrði á víðtækri tryggingalöggjöf, slysa- tryggingum, sjúkratryggingum og ellitryggingum. Á þeim tíma átti slík löggjöf enn langt í land en hér var það lóð lagt á vogarskálina sem síðar átti eftir að skipta sköpum á leið hins íslenska velferðar- þjóðfélags inn í framtíðina. í kjördæmamálinu var þess krafist að at- kvæði allra kjósenda yrðu jafn áhrifarík á landsmál hvar sem þeir byggju á landinu. Enn hefur sú stefna ekki náð fram að ganga. Þá er lögð áhersla á það að ungir menn yrðu styrktir til náms er- lendis í nýjungum á sviði atvinnuveganna og stofnuð yrði deild í at- vinnufræðum við Háskóla íslands. Réttarfarslöggjöfin skyldi endur- skoðuð, kosningaaldur lækkaður í 21 ár og skipaður opinber ákær- andi. í dag þykja þessi mál ílest sjálfsagður hluti þess nútímaþjóðfélags sem við búum í. Á þeim tíma voru þau byltingarkenndar hugmyndir bornar fram af ungum hugsjónamönnum í nýjum borgaralegum flokki.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.