Andvari - 01.01.1986, Page 14
12
GUNNAR G. SCHRAM
ANDVARI
skólaárum sínum. Hann var formaður Orators, félags laganema,
árin 1930—1932 og hélt áfram störfum í Heimdalli og samtökum
ungra sjálfstæðismanna. Embættisprófi í lögfræði lauk hann í febrú-
ar 1934 með óvenju hárri I. einkunn. Fátítt var á þeim árum að ung-
ir lögfræðingar héldu til framhaldsnáms erlendis. Gunnar var í hópi
þeirra fáu sem það gerðu og fór utan til framhaldsnáms árin 1935-
1936. Leiðin lá til Danmerkur, Þýskalands og Englands þar sem
hann lagði aðallega stund á refsirétt og kynnti sér einnig stjórnskip-
unarrétt.
Eftir heimkomuna stundaði Gunnar lögfræðistörf í Reykjavík.
Jafnframt gegndi hann ýmsum störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn,
var m. a. erindreki hans til ársins 1940 er hann var ráðinn prófessor
við lagadeild 19. október það ár. Því starfí gegndi hann í sjö ár svo
sem fyrr sagði en hvarf að því á nýjan leik löngu síðar, árin 1971—
1974. Þá átti hann að baki störf borgarstjóra, ráðherra, sendiherra
og hæstaréttardómara og framundan stormasama stjórnmála-
baráttu. Að því leyti var hið síðara tímabil hans í lagadeild stund
milli stríða, ef svo má að orði komast.
3
Líf og starf Gunnars Thoroddsen var ofíð úr tveimur meginþátt-
um.
Annars vegar var hann mikilhæfur fræðimaður og kennari á sviði
íslenskrar lögfræði, þar sem saman fór óvenju djúpstæð þekking á
sögu lands og þjóðar og hlutverki laga og réttar í mótun hins ís-
lenska þjóðfélags allt frá þjóðveldisöld. Um það ber gleggst vitni rit
hans, Fjölmœli sem Háskóli íslands veitti honum doktorsnafnbót fyr-
ir árið 1968. Af þeim sökum var hann einnig sjálfkjörinn forstöðu-
maður í því mikla starfí sem unnið hefur verið að endurskoðun
stjórnarskrárinnar allt frá stofnun lýðveldisins 1944. Því starfí lauk
hann með reisn er hann lagði fullbúið frumvarp að nýjum stjórn-
skipunarlögum fyrir Alþingi vorið 1983 nokkrum mánuðum fyrir
andlát sitt, hið fyrsta frá því þjóðin hlaut fullt sjálfstæði.
Hinn annar meginþáttur lífs hans voru þjóðmálastörfin.