Andvari - 01.01.1986, Page 21
ANDVARI
GUNNAR THORODDSEN
19
skipunarsögu þjóðarinnar, á síðustu öld jafnt sem þessari. Það fór
ekki fram hjá neinum að störfin að mótun nýrrar stjórnarskrár voru
honum mjög að skapi og sérstaklega hugfólgin. En ekki síst vakti það
athygli að þótt hann væri aldursforsetinn í hópnum var það oftast
hann sem bar fram þær tillögur um nýmæli og breytingar er nefndin
varð ásátt um. Mun frumkvæði hans og forysta við gerð nýrrar
stjórnarskrár lýðveldisins af þeim sökum lengi í minnum höfð.
í ávarpi sem Gunnar hélt 1974 á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar
— og 100 ára afmæli stjórnarskrárinnar — kemur glöggt fram hver
hann taldi mikilsverðustu markmiðin sem tryggja þyrfti þegar þjóð-
in setti sér nýja stjórnarskrá.
Eftir að hafa rakið það hvernig fyrri stjórnarskrárbreytingar
endurspegluðu sjálfstæðisbaráttuna við Dani sagði hann:
„En fjölmargt stendur enn til bóta.
í stjórnarskránni þarf að búa sem best, og betur en nú, að mann-
réttindum, persónufrelsi, mannhelgi, friðhelgi einkalífs, rétti til
trygginga vegna vanheilsu, slysa, aldurs, rétti til náms og skóla-
göngu, rétti manna til vinnu.
Það þarf að tryggja lýðræðið sjálft, grundvöll þess og tilveru.
Það þarf að skapa möguleika fyrir þjóðaratkvæði um mikilvæg
mál.
Það þarf að vernda einstaklinginn gegn ofurvaldi ríkisins, til dæm-
is með því að setja á stofn starf umboðsmanns eða ármanns Alþingis.
Það þarf að draga úr valdi og verkefnum ríkisins og fela ýmis
þeirra sveitarfélögum og samtökum þeirra.
Það þarf að gefa fólkinu kost á að kjósa ekki aðeins um flokka og
lista, heldur og um persónur, menn.
Við alla endurskoðun stjórnarskrárinnar þarf að meta og vega ný-
mæli og tillögur til breytinga, en um leið að varðveita það, sem vel
hefur reynst í hinni aldargömlu stjórnarskrá íslands.“
Á fyrsta fundi þeirrar stjórnarskrárnefndar sem Alþingi setti á
laggirnar 1978 lagði formaður hennar, Gunnar Thoroddsen, fram
verkefnalista þar sem valin voru atriði sem honum þótti ástæða til
þess að kanna sérstaklega með endurskoðun í huga. Voru atriði
þessi 27 talsins og flest umfangsmikil.
Árið 1982 var störfum nefndarinnar svo vel á veg komið að hún
hafði lagt fyrir þingflokkana í formlegri skýrslu ítarlegar tillögur um