Andvari - 01.01.1986, Síða 24
22
GUNNAR G. SCHRAM
ANDVARI
sögulegt samhengi í þróun íslenskrar stjórnskipunar. Er það miður
að honum skyldi ekki auðnast að rita meira í þeirri grein en raun ber
vitni um, því að hann bjó þar yfir mikilli þekkingu. Þekking hans á
þessum vettvangi kom þó síðar að notum í stjórnmálastörfum hans
og í þátttöku hans í stjórnarskrárnefnd.
Prófessor Gunnar Thoroddsen var vinsæll meðal nemenda sinna,
og þótti þeim almennt til hans koma sakir glæsileika og gáfna. Hann
var velviljaður stúdentum og greiddi götu þeirra. Orðlagt var, hve
gott var að ganga upp í munnlegu prófi hjá honum, spurningar
voru skýrar og aðeins gripið á aðalatriðum í verkefni hverju.“
Auk þess að vera hinn prýðilegasti kennari var Gunnar einn af
fremstu fræðimönnum sinnar kynslóðar í lögvísindum.
Þrátt fyrir óvenju umfangsmikil stjórnmálastörf átti hann það
sammerkt með kollegum sínum, þeim Ólafi Jóhannessyni og Bjarna
Benediktssyni, að tími og næði fannst til þess að semja vandaðar og
athyglisverðar ritgerðir og bækur á sviði stjórnlaga og um önnur
efni í opinberum rétti. Birtust þær í fræðiritum bæði hérlendis og
erlendis. Af þeim skulu hér aðeins nokkrar nefndar: Samnorrænn
ríkisborgararéttur (Kaupmannahöfn 1945) Stjórnarskrá íslands
(Oxford 1946) Málfrelsi og meiðyrði (1946) Skipulag og starfshættir
Sameinuðu þjóðanna (1946) Stjórnskipulegur neyðarréttur (Oslo
1946) Löggjöfin um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (1954)
Um mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar (1959) Friðhelgi einka-
lífsins (1960) Æran og málfrelsi (1967), og Ólafur Halldórsson kon-
ferenzráð og Jónsbókarútgáfa hans (Odense 1970)
Árið 1982 kom út bókin Frelsi að leiðarljósi en hún geymir úrval af
rítgerðum og ræðum Gunnars allt frá árinu 1928.
Meginverk Gunnars á sviði lögvísinda var ritverk hans, Fjölmœli,
sem hann hlaut doktorsnafnbót fyrir frá Háskóla íslands þann 24.
febrúar 1968. Skömmu eftir að hann lauk lagaprófi og hóf fram-
haldsnám erlendis hafði hann dregið saman efni í rit um æruna og
vernd hennar eða ærumeiðingar. Ritsmíðinni haíði hann ekki lokið
þegar hann tók við prófessorsstarfi við lagadeild haustið 1940 og
lagði hana til hliðar að sinni. Eftir að Gunnar gerðist sendiherra í
Kaupmannahöfn gafst loks næði til að ljúka verkinu, á árunum
1965—67. Var bókin prentuð og gefin út í Reykjavík 1967, á vegum
Menningarsjóðs, 471 bls. að stærð.
í þessu riti fjallar Gunnar um „fjölmæli“, en það er gamalt íslenskt
\