Andvari - 01.01.1986, Qupperneq 55
ANDVARI
NOKKUR ORÐ UM SKÁLDSKAP JÓNS HELGASONAR
53
í kvæðum sínum gerir Jón Helgason líka grein fyrir aðföngum, hinni
fornu íslensku kveðskaparreglu, til að mynda í sonnettunni: Ég kom þar. ís-
lenskum einstæðingi í samkvæmi erlendra skálda, manni sem talar máli
„frostéls og fanna“ sem fáir skilja eða meta, verður skyndilega heitt í hamsi:
Svo talaði vitið. En hjarta mitt hitnaði og brann.
Á herðum mínum ég dýrmætan þunga fann.
Ég átti mér þrátt fyrir allt mína purpurakápu.
í salkynnum þessum var engin sál nema ein
sem agaði mál sitt við stuðlanna þrískiptu grein
né efldist að bragstyrk við orðkynngi heiðinnar drápu.
í nafntoguðu kvæði um Árnasafn, vinnustað Jóns Helgasonar, er svipuð
hugsun færð í orð. Þar „innan við múrvegginn" syngja „uppsprettulindir
og niðandi vötn“ tungu hans, og hann segir:
Las ég þar kvœði með kenningum römmum ogfornum,
kerlögur Bölverks var reiddur í sterklegum hornum,
ginnandi kynngi í goðjaðars veiginni dökkri,
galdur og kveðandi djúpt inni í heiðninnar rökkri.
Las ég þar sálma og lofsöngva þjóðar í nauðum,
lífsvonin eina var samtvinnuð krossinum rauðum,
yfirtak langt bak við ömurleik hungurs og sorgar
ómuðu sætlega strengleikar himneskrar borgar. —
Ekki þarf að velkjast í vafa um hvert Jón Helgason sækir íþrótt sína og
skáldskaparstyrk. Ef leita ætti hliðstæðu meðal íslenskra skálda í því efni
kæmi Grímur Thomsen fyrst í hug. Með þeim Jóni er sitthvað líkt þegar lit-
ið er á val og meðferð yrkisefna, einkum á þetta við um íslenskar náttúru-
lýsingar og svo viðhorf til fortíðarinnar, og kaldglettni þeirra er óneitan-
lega keimlík. Hér er þó um engar lánsfjaðrir að ræða, heldur svipaðan
menntunargrundvöll og auk þess tilfinningu þeirra, sterka og djúpa, fyrir
íslenskum uppruna og bókmenntaarfleifð og öllu sem stórbrotnast er í ís-
lenskri náttúru, tröllskap hennar og ægivaldi. Auk þess stóðu þeir Jón og
Grímur í býsna líkum sporum að ýmsu leyti, báðir voru þeir Hafnarmenn
frá unglingsárum, gegndu báðir embættum í Danmörku um langt skeið.
Þeir voru báðir fjölmenntaðir menn í klassískum fræðum sem héldu skáld-
skap sínum lítt á loft langt fram eftir ævi.
Jón Helgason stóð á fertugu þegar fyrsta útgáfan af ljóðmælum hans
birtist: Úr landsuðri f939. Ýmsir höfðu að vísu vitað um Ijóðagerð hans