Andvari - 01.01.1986, Page 61
ANDVARI
SIGURÐUR NORDAL, FRÆÐIMAÐUR OG SKÁLD
59
Fræðirit Sigurðar um bókmenntir skipta þúsundum blaðsíðna og er lítil
von að gera þeim skil í örstuttu máli. Hér verður því stiklað á stóru. Ég
ntun reyna að drepa á það sem mér þykir sérkennilegast í f’ræðimennsku
hans — og jafnframt það sem ég tel mikilvægast, það sem mér virðist haf'a
liaft mest áhrif og gildi þegar það kom fram, og hvað verðskuldar helst að
því sé gaumur gefinn, í nútíð og framtíð.
Ef ég væri að skrifa langa ritgerð, gæti ég skipt henni niður í kafla sem
hver um sig fjallaði um tilteknar andstæður, líkt og Sigurður gerði í ritgerð
sinni unt Stephan G. Fyrsti kafli gæti þá, til að mynda, borið yfírskriftina
„Fræðimaður og skáld“. Sigurður fékkst sjálfur við skáldskap, einkum á
yngri árum, birti smásögur í tímaritum og gaf þær út í bók sem hann
nefndi Fornar ástir (1919). Þar bætti hann við hinu nýstárlega skáldverki
Hel, sem nú er viðurkennt brautryðjandaverk í svokölluðum nútímabók-
menntum, eitt fyrsta „Ijóð í óbundnu máli“ á íslenska tungu. Bókinni var
mjög vel tekið. Karlar lásu Síðasta fullið af tregablöndnum skilningi og
kölluðu „bestu smásögu sem rituð hefði verið á íslenska tungu“; ungar
meyjar lásu Hel eigi sjaldnar en einu sinni í mánuði uns þær kunnu söguna
— eða kvæðið - utanbókar. En með fáum undantekningum varð ekki fram-
hald á beinum skáldskapar-iðkunum Sigurðar síðar á ævinni. Hann vitnar
á einum stað til þess sem „einhver vitur maður hefur sagt, að flestir menn
séu skáld, sem deyi ung. Hann átti við,“ segir Sigurður, „að á æskuárum
blossi upp eitthvað af skáldlegri ímyndun í mörgum mönnum, en kafni síð-
an í hlóðunum, þegar grautarpottur lífsbaráttunnar sé settur á þær.“ Sum-
ir fræðimenn sem svo er farið hafa skáldskapinn eins og hjákonu sem þeir
leita til á stopulum launfundum. Aðrir leitast við að sameina þetta tvennt,
láta skáldlistina verma fræðin og bregða birtu yfir þau. Slíkt er engan veg-
inn einhlítt eða annmarkalaust; eitt vill verða á annars kostnað. En því bet-
ur fer þetta stundum vel saman. Flest fræðiverk Sigurðar Nordals bera þess
glöggt vitni að það er skáld sem stýrir pennanum, það er ástríða hans og á-
setningur að meta bókmenntirnar og skýra af skáldlegri andagift. Hann vill
ekki una við það eitt að hlaða vísindalega undirstöðu, á þeim grundvelli vill
hann láta rísa nýjar byggingar. Textafræði (filologi) er fánýt nema því að-
eins að hún komi bókmenntunum sjálfum að gagni.
í forspjalli fyrir bók sinni íslenzk menning (bls. 11 o. áfr.) lýsir hann því
hversu hugmyndir hans þróuðust á námsárunum í Kaupmannahöfn.
Hann segir að þýsk áhrif hafi þá borið „ægishjálm yfir norrænni málfræði,
ntskýringu og bókmenntasögu", og kveður upp þann dóm að þýskum og
norrænum fræðimönnum hafi hætt við „að kafna í lærdómnum, í sífelld-
um undirbúningi einhvers, sem aldrei var gert.“ Hann hefði getað tekið
undir með Jóni Helgasyni sem síðar gerðist merkisberi þessarar þýsk-
norrænu málfræðistefnu: