Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1986, Page 62

Andvari - 01.01.1986, Page 62
60 JÓNAS KRISTJÁNSSON ANDVARI Einhvers skírra, einhvers blárra æskti hugur minn. Á þessum árum varð Sigurður gagntekinn af frönskum bókmenntum, og hreifst um skeið mjög af Ernest Renan, hinum fræga heimspekingi og kristnisöguhöfundi sem einmitt sameinaði þýska heimildarýni og skáldlega andagift í skrifum sínum um Jesú og kristindóminn. Að loknu doktors- prófí í Kaupmannahöfn 1914 hugðist hann leggja stund á heimspeki í Frakklandi, en heimsstyrjöldin fyrri kom í veg fyrir að af því gæti orðið. í stað þess fór hann til Oxford og dvaldist þar í tæp tvö ár, 1917-18. „Því meir sem eg síðan hef kynnzt Bretum og Frökkum, því betur hef eg skilið, að eg lenti á réttum stað — þvert ofan í ætlun mína og vilja,“ skrifar hann. Meðal þeirra fræðimanna sem hann kynntist í Oxford nefnir hann sérstak- lega William Paton Ker. „Hann þótti mér að flestu vera því líkastur, sem eg mundi kjósa fræðimann á íslensk efni, enda varð eg honum mjög hand- genginn," segir Sigurður. Ker varð einna fyrstur manna til að skrifa um ís- lenskar fornsögur eins og bókmenntir: að meta og skýra snilli þeirra í frá- sögnum og mannlýsingum. Lengi trúðu menn flestum fornum sögum eins og nýju neti og notuðu þær gagnrýnislítið sem sögulegar heimildir, þótt auðvitað gæti enginn bannað mönnum að hafa jafnframt af þeim nokkra skemmtan. Á þessari öld hafa gagnrýnisfullir sagnfræðingar hafnað forn- sögunum sem heimildum og sent þær út í ystu myrkur; en þá má segja að bókmenntafræðingar, með Sigurð Nordal í broddi fylkingar, hafi bjargað sögunum í annað ljós. í stað sögulegra heimildarrita eru mönnum nú gefín bókmenntaleg listaverk sem skoðuð eru og skýrð með ýmsum aðferðum bókmenntafræðinnar. Við hliðina á Ker nefnir Sigurður fræðimennina Andreas Heusler og William A. Craigie. „Þessir menn,“ segir hann, „sameinuðu víðsýni stór- þjóðanna og lifandi þekkingu á landi mínu, þjóð og menntum. Allir höfðu þeir oftar en einu sinni komið hingað út og mæltu á íslenska tungu.“ Sjálfur hafði Sigurður öðlast víðsýni og þekkingu stórþjóðamanna eftir langdvöl sína og lærdómsiðkanir erlendis. En jafnframt var hann vitanlega hand- gengnari íslenskri þjóð og menntum hennar heldur en þeir gátu nokkru sinni orðið, þess njóta verk hans margvísleg, og því eru þau okkur nærstæð- ari en rit hinna erlendu fræðimanna. Sem fulltrúi lítils metinnar smáþjóðar, er átti merkilegar bókmenntir bæði fornar og nýjar, velti hann mjög fyrir sér hvert gildi þessar bókmennt- ir og þekking á íslenskri þjóð og sögu gæti haft fyrir umheiminn. Um þetta efni kveðst hann hafa samið litla bók á ensku, skömmu áður en hann hvarf heim til kennslu við Háskóla íslands. Eftir heimkomuna breyttist viðhorfíð, eins og eðlilegt var, nú beindist hugur hans meir að eigin þjóð, menntun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.