Andvari - 01.01.1986, Qupperneq 83
ANDVARI
„EF TIL VILL“
81
tilgangi, oft þeim að bjaga textann, nota þekkt orðfæri í óvenjulegu sam-
hengi. Oft verður slíkur texti viljandi spaugilegur, írónískur eða eitthvað í
þeim dúr. Hér er tilgangurinn annar, hann er sá að gefa atburðinum nýtt
inntak, heQa hann yfír hið hversdagslega. Pað er lækning, sem á sér stað í
lífi skáldsins, lausn, endursköpun: kraftaverk. Svipuð gleði kemur fram í
ljóði Snorra um síra Hallgrím, en á passíusálmaskáldinu hefur Snorri jafn-
an haft miklar mætur og segir í því sambandi ógerlegt að skilja að form og
innihald.
Snorri orti ljóðið um Hallgrím Pétursson Á Hvalsnesi 34) eftir að hann
hafði farið þangað suður og skoðað kirkjuna í fylgd kirkjuhaldarans, Gísla
Guðmundssonar. Tema ljóðsins er meðal annars skáldið. Hann hafði lesið
erfíljóð Hallgríms um Steinunni dóttur sína áður en hann fór og skoðaði
steininn, sem Hallgrímur hjó og lagði á leiði hennar. í ljóði sínu vísar
Snorri tvisvar í Hallgrím: „síns eftirlætis og yndis“ og: „Ég geng út í hlýjan
blæinn“. Hallgrímur birtist í ljóðinu í mildum tónum: út í hlýjan blæinn,
eftirlæti og yndi. Snorri notar orðið smiður um skáldið: „ . . . heilög sorg
þessa smiðs“. Orðið verður afar innihaldsríkt í þessu samhengi. Skáld nátt-
úrunnar og náttúrudulhyggjunnar kallast á við skáld þjáningar og þjáning-
ardulhyggju.
Hvers vegna grípur Snorri til biblíulegra minna? Það er ekki vegna hinn-
ar almennu skírskotunar sem slík minni hafa. Ástæðan er sú, að skír-
skotunin er ákveðin, hún tengist innihaldinu: krossi og upprisu, (þjáningu
og von). Sérhver biblíuleg skírskotun tengist þessum tveim megintemum.
Vissulega koma þau misgreinilega fram í ljóðum Snorra, einna best þó í
ljóðinu Ef til vill.
6. Lokaorð
Snorri yrkir oft um náttúruna. Vorið og haustið eru þær árstíðir, sem
virðast helst kalla ljóðadísina til skáldsins. Snorri er skáld hógværðar, hann
er skáld markalínanna, skáld hinna hverfulu árstíða, skáld litanna, sem
breytast örast á árstíðum jafndægranna. Litir og form náttúrunnar minna
á steinda glugga, sem skáldið horfír á og í gegnum og veit að birtan kemur
ekki frá þeim sjálfum heldur handan þeirra. Veruleikinn sjálfur er ekki
þessi kynjamynd tilvistarinnar sem við blasir og heillar skáldið og dregur til
sín. Veruleikinn sjálfur blundar að baki, læðist yfir markalínurnar og heill-
ar þar til sín skáldið með ómótstæðilegum krafti, eros, til leyndardómsfullr-
ar sameiningar, sem hefðin kallar unio mystica. En samt má þessi mynd af
Snorra ekki vera eina myndin.
6