Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1986, Síða 91

Andvari - 01.01.1986, Síða 91
ANDVARI BJARTUR OG SVEITASÆLAN 89 „Notaðu þinn eigin þrótt í þágu þinna eigin hagsmuna, eigðu sem minnst undir öðrum og haltu þeim sem allra lengst frá þér því allir aðrir en þínir nánustu eru þér óviðkomandi“ (II, 288). En eftir breytinguna skilur Sturla að hann stendur í þakkarskuld, ekki við einstaka menn heldur við manneskjuna yfirleitt (II, 293). Þetta hugs- anaferli hjá Hagalín nær hámarki í orðinu kristindómur (s. st.) sem hann skáletrar svo ekkert fari milli mála um „sensmóralinn". Dæmi um einstaklingshyggju og hetjuskap Sturlu er að hann hrekur út- lendan togara úr landhelgi einn á báti sínum með riffil að vopni. Hins veg- ar hindrar einstaklingshyggjan ekki að hann stofni kaupfélag með frænda sínum. Pess má geta að höfundur virðist hrifnari af þeim sem hafa unnið sig upp og þannig náð völdum en hinum sem hafa þau að erfðum. Hug- myndafræðin í þessari bók minnir mjög á skoðanir Hamsuns en tengist um leið sósíaldemókratisma höfundar. 3) í samanburði við Sjálfstcett fólk tekur Iesandinn strax eftir að Guðmundur Hagalín veitist að gömlum og sigruðum forréttindastéttum, dönskum kaupmönnum og embættismönnum, en ekki þeim nýju. Halldór Laxness sneri sér hins vegar gegn nýju valdhöfunum, nýja kaupfélagavaldinu, sem Guðmundur Hagalín gagnrýnir hvergi í Sturlu í Vogum nema síður sé. Sag- an var innlegg í baráttu sem var lokið, sjálfstæðisbaráttuna, en ekki í þá sem stóð sem hæst, stéttabaráttuna. Sjálfstæðisbaráttan lifði aðallega áfram í nafni Sjálfstæðisflokksins, og því var ekki að undra þótt formaður hans væri hrifinn af sögunni. Sveitasælusögurnar eftir Huldu, Guðrúnu Lárusdóttur og Guðmund Hagalín, sem hér hefur verið sagt frá, voru að verulegu leyti svar við sögum Halldórs Laxness, og pólitískt inntak Sjálfstœðs fólks verður best skilið í ljósi þeirra. Munurinn á hugmyndum Halldórs Laxness og Huldu var ef til vill einkum fólginn í ágreiningi um hlutverk kvenna. En munurinn á skoðun- um Halldórs og Guðmundar Hagalíns átti sér beinar pólitískar forsendur, enda var Hagalín framarlega í Alþýðuflokknum og atvinnurekstri kaupfé- lagsins á ísafírði. Andstaðan milli Halldórs og Guðrúnar Lárusdóttur felst > því að hún sameinar hvort tveggja það hjá Huldu og Hagalín sem Hall- dóri Laxness var mest á móti skapi, íhaldssama einstaklingshyggju og dýrk- un á feðraveldi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.