Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 93

Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 93
ANDVARI BJARTUR OG SVEITASÆLAN 91 yngri. Þar hef ég fyrst og fremst í huga Markens gröde (1917) sem Knut Hamsun fékk Nóbelsverðlaun fyrir árið 1920. í eftirmála að annarri útgáfu Sjálfstœðs fólks kemur fram að Halldór taldi söguna vera eins konar svar við Markens gröde. Þessi vísun kemur fram í upphafsorði Bjarts, orðinu „nei“, því í upphafi sögu Hamsuns er ísak bóndi á göngu að leita sér að heppileg- um stað til að reisa bú, og fyrsta orðið sem hann segir í sögunni er „Já“. Verulegur munur er á hagfræðilegri aðstöðu landnámsmannanna tveggja. Hann er sá að ísak getur valið sér jarðnæði í stóru héraði, enda virðist þar vanta bændur. Þetta skýrir kannski að nokkru áróður Hamsuns fyrir bóndastarfínu. í því samfélagi sem Halldór Laxness lýsir vantar hins vegar ekki bændur heldur jarðnæði. Bjartur reikar ekki um frjósamar ó- numdar víðáttur eins og ísak, heldur verður hann að setjast að uppi í heiði vilji hann endilega fara að búa. ísak bóndi í Markens gröde er hamingjusamur landnemi, hann er fátækur í upphafi en efnaður í sögulok. Hann er tákn ósnortinnar, upprunalegrar náttúru, sem samfélagið getur aðeins spillt með tilgerð sinni; í þessu atriði sést augljós hugmyndaskyldleiki með Hamsun og Rousseau. Þau ísak og Inger una sér vel á Sellanraa og harma ekki fásinnið í sveitinni. Konan hef- ur skarð í vör og afplánar refsivist fyrir að bera út meybarn sitt fætt með sama líkamslýti. í sveitinni hefst stórfellt koparnám með tilheyrandi fólks- fjölgun og verslun en leggst svo af. Af því virðist höfundur draga þann lær- dóm að iðnrekstur með nútímasniði sé stopulli atvinnuvegur en jarðrækt og skepnuhald. Búskapnum fer stöðugt fram hjá ísak, en það er honum áhyggjuefni, að einn sonur hans er flysjungur, heltekinn borgarþrá, sund- urgerðarmaður í klæðnaði og opnar verslun. Sonur þessi flytur um síðir til Ameríku en bróðir hans gerist búmaður að hætti föður síns. Gvendur í Sjálfstæðu fólki ber sum einkenni beggja bræðranna hjá Hamsun. En þeir Halldór og Hamsun höfðu báðir verið í Ameríku og fengið andúð á þar- lendum samfélagsháttum og hörmuðu búferlaflutninga landsmanna sinna til Vesturheims. Verslanir, borgir, kaffihús, iðnrekstur, barnakennarar og Ameríka - á öllu þessu hafði Hamsun ímugust. Ein neikvæð persóna í Markens gröde, sem rekur einmitt kaffihús í kaupstað, segist á einum stað telja mannahald mikilsverðara en skepnuhald; en það er þá jákvæð persóna og einyrki sem dregur taum búpenings fremur en manna, og er það dæmigert fyrir lífssýn Hamsuns sjálfs. Þetta leiðir vitaskuld hugann að því að Bjartur tönnlast á því að litlu skipti með mennina ef kindunum líði vel; en þau orð mun skáldið hafa eftir bónda í Jökuldalsheiðinni (sbr. Alþýðublaðið 16/3. 1927). Fleiri hliðstæður eru í sögunum. Inger og Rósa eignast báðar óvelkomið barn, og báðar kynnast velsæld í byggð, önnur í Þrándheimi og hin á Úti- rauðsmýri, en eiginmönnum þeirra er heldur í nöp við samanburðinn sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.