Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1986, Síða 120

Andvari - 01.01.1986, Síða 120
118 AÐALGEIR KRISTJÁNSSON ANDVARI sinni hendi. Daginn eftir keypti hann kápu um ritið og leiðrétti síðustu próförk. Hinn 16. maí var hann alprentaður og daginn eftir fór hann í band. Síðari hluti maímánaðar fór í að búa um Norðurfara og senda hann heim og tíundar Gísli það starf í dagbókinni. Nú fóru menn að segja álit sitt á ritinu. Grímur Thomsen var þar sjálfskipaður hæstiréttur, en hann var á öndverðri skoðun við Gísla varðandi uppreisnina í hertogadæmunum og sennilega hefír honum þótt „nýþýska veiklunin“ helst til ráðandi í ljóða- gerðinni. „Pað er ekkert af honum sjálfum í því, sem hann talar, allt er að- fengið og af öðrum; þó hann nú brosi höfðingjabrosi yfir Norðurfara og öðru, sem eg gjöri, þá má þó vel koma sú stund, að eg geti litið niður á hann, . . . “ skrifaði Gísli í dagbókina 28. maí 1848. Sama dag skrifaði hann einnig: „Það er undarlegt: S(kúli) Thorl(acíus) kom hér í morgun og þóttist hafa fundið margt í Norðurfara líkt Jónasi Hallgr(ímssyni), eg veit það hefur valla verið eftir mig, því þess vil eg þó vona, að eg geti verið eins fruml(egur) og hann, en þetta hefur Sk(úli) haft úr Konráði og Brynjólfí, sem álíta engan mann nema Jónas heitinn, en slíkt tjáir ei, og þó fínn eg vel, að það er ei hjá þeim, sem eg á að leita mér viður- kenningar . . . Skúli skildi ei Farald, og þess ei von, fyrir slíka lesendur hef- ur mér aldrei dottið í hug að skrifa." 1 fyrra árgangi Norðurfara var bæði frumsamið og þýtt efni. Þar birtust fyrstu kvæði Gísla Brynjúlfssonar á prenti og raunar þau kvæði sem ís- lenska þjóðin tók hvað mestu ástfóstri við. Dálítil ferðasaga var það fyrsta skáldskaparkyns í óbundnu máli sem kom frá Jóni Thoroddsen, en eins og áður greinir fór Gísli Brynjúlfsson höndum um söguna og jók við hana kaflanum um steinkerlinguna. Allt um það er hún „eins konar vísir eða fyrirboði að sögum Jóns hinum meiri“, svo að vitnað sé til orða dr. Stein- gríms J. Þorsteinssonar.7 Þarna birtust einnig í fyrsta sinn tvö þeirra kvæða Jóns sem hafa náð hvað mestri alþýðuhylli og lifað á vörum þjóðarinnar, Til skýsins og Barmahlíð. Önnur kvæði eftir Jón í Norðurfara 1948 voru Nýárs vísur, Úlfar, Eftir krukkspá, Til Svanfríðar, Eg bregð mér á bæ, Gefðu mér koss, Hvað huggar, Vísur og Hendir seinn hvatan. Nafn Benedikts Gröndals var ekki á titilsíðu Norðurfara 1848. Útgefendurnir voru Gísli Brynjúlfsson og Jón Thoroddsen og á kostnað þeirra var hann prentaður. Benedikt Grön- dal átt samt eftirtalin kvæði í ritinu: Dvergljóð, Kvöldvísur og Vorvísur. Einnig þýddi hann úr latínu Diffugere nives eftir Horas (Fönnin úr hlíð- inni fór) og í óbundnu máli voru „Hugleiðingar um ríki Serkja á Spáni. Eft- ir Washington Irving", sem var þýtt úr Sögum frá Aíhambra og fylgdu með neðanmálsgreinar eftir Gísla Brynjúlfsson. Gísli átti eftirtalin kvæði: Heilsan til allra yfir höfuð, Grátur Jakobs yfir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.