Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1986, Side 125

Andvari - 01.01.1986, Side 125
ANDVARl GÍSLI BRYNJÚLFSSON OG NORÐURFARI 123 artine og með hvaða aðferðum borgarastéttin hélt völdum og spyr svo: „Mun svo lengi standa? Eg vona ei, því borgara hata eg.“ Hinn 15. júlí hvarflar hugurinn enn til atburðanna í París og hann skrifar í dagbókina, „ . . . það liggur í eðli mínu að halda æ með þeim, sem miður hafa, og borg- ara hata eg nú æ. Þá eru dónar miklu betri en slík „mediocritas", en skal þá allt frelsi febrúars vera fallið með Lamartine? Hann var þó einn veglyndur, en veikur, en látum kúganina aftur magnast, þá er nokkuð að berjast við, og það vil eg.“ Daginn eftir er hann enn að hugsa um sama efni: „Þetta bölvaða skrælnaða mannfélag verður að hreinsa og endurskapa, þó það verði að gjörast með ótrúlegum blóðlátum.“ Jón Thoroddsen gerðist sjálfboðaliði í her Dana og barðist með danska hernum á Jótlandi. Hann kom aftur til Kaupmannahafnar 18. ágúst og gisti hjá Gísla á Garði fyrstu nóttina og þeir hafa haft um margt að spjalla því að þeir vöktu til kl. þrjú að því er dagbók Gísla hermir. Og enn sem fyrr eru atburðirnir í Evrópu ofarlega í huga Gísla því að hann skrifar í dag- bókina 19. ágúst: „ . . eg neyðist til að æskja nýrrar uppreistar í Parísar- borg, þó eg vel finni, hve slíkt dýraæði er manninum ómaklegt. . . Bylting- in var ei nema draumur um frelsi, sem hverfur einsog aðrir hugarburð- ir, . .“ Gísli Brynjúlfsson sagði endanlega skilið við lögfræðinámið sumarið 1848. Samkvæmt dagbókinni sótti hann síðast tíma hjá Bornemann 14. júlí. Háskólanámi hans var samt ekki lokið með því. Hinn 16. desember sama ár skrifaði hann í dagbókina: „Annars er eg nú farinn að stunda stjórnar- fræði, „kameralistik", og heyri fyrirlestra yfir „bústjórn landa“ eða „ríkja“ og „iðnað“. Þykir mér það skemmtilegt og fróðlegt og vildi fljótt geta lokið því af og náð prófi“. Af þessu námi er skemmst að segja að Gísli lauk aldrei prófi og virðist fljótlega hafa gefíst upp á fræðigreininni, en af bréfum frá vinum hans á íslandi kemur fram að þeir hvetja hann til dáða og líta á þetta sem undir- búning að þátttöku Gísla í íslenskum stjórnmálum. Meira að segja var um það rætt að hann yrði þingmaður Skagfirðinga og tæki við af Lárusi Thor- arensen sýslumanni, móðurbróður sínum. Frásögn Gísla Brynjúlfssonar af byltingunum sem urðu í Evrópu utan Parísar í marsmánuði er gagnorð, en hvarvetna tekur hann málstað upp- reisnarmanna og er sama hvort hann greinir frá atburðum í Vínarborg, frelsisbaráttu Ungverja, Pólverja og Tékka eða hann greinir frá uppreisn- um í Berlín, á Ítalíu, Spáni eða hinu forna Póllandi. Enda þótt Gísli virði Englendinga og enskt stjórnarfar mikils, tekur hann afstöðu gegn þeim þegar hann Qallar um írland og greinir frá sambandi þjóðanna: „Það er líka von að írar vilji losna, því þó þeir hafí sama frelsi sem Englendingar, þá er þó ætíð óþolandi að vera undir aðra þjóð gefmn.“19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.