Andvari - 01.01.1986, Qupperneq 131
ANDVARI
GÍSLI BRYNJÚLFSSON OG NORÐURFARI
129
og af því leiði að vísindamenn á íslandi dragist aftur úr, en úr þessum ann-
marka gæti innlend bókaverslun bætt. Einnig talaði greinarhöfundur um
að hafist yrði handa um að endurprenta gamlar íslenskar bækur og bók-
sölumanninum yrði veittur réttur til þess.32 Með þessum hætti vildi
Norðurfari efla og styrkja menningarlegt sjálfstæði íslensku þjóðarinnar og
gera hana sjálfri sér nóga á fleiri sviðum.
Af framansögðu sést að Norðurfari var rómantískt rit þar sem þjóðern-
isvitundin og fornaldardýrkunin sátu í öndvegi. Hvort tveggja hafði vax-
andi hljómgrunn hjá íslendingum, enda naut Norðurfari mikilla vinsælda
hjá yngri kynslóðinni. Áhrif hans voru mikil um miðja öldina. Um það
vitna hin fjölmörgu bréf sem varðveitt eru í bréfasafni Gísla Brynjúlfssonar
frá þessum árum. Þau eru frá skólabræðrum hans og vinum sem önnuðust
dreifmgu Norðurfara og úr þeim má lesa furðumargt um það sem íslend-
ingum bjó í hug um þetta leyti og þær vonir sem menn báru í brjósti um
betri tíð.
Fyrsta umsögnin um Norðurfara er í bréfi frá séra Jóni J. Norðmann -
þá presti í Grímsey. Hann skrifaði Gísla 13. ágúst 1848 og segir þar: „Þú
baðst mig að segja þér álit mitt um Norðurfara, eg hef svo að kalla aðeins
blaðað í honum — en segi þér þó heldur en ekkert svona álit mitt. -
Norðurfari þyki mér mikils verður, og þann virðist mér hann hafa kost
fram yfir þau tímarit sem eg hef séð að hann beiðir sálina fram í fögru fá-
klæði - meining mín er þessi: . . . að allt í hönum er eins og það sé sagt í ein-
lægni hjartans, en ei gripið einhvörs staðar utanúr lofti.“ Jón Norðmann
þekkti vel til ástamála Gísla og Ástríðar Helgadóttur Thordersen og víkur
að þeim þegar hann segir í bréfinu: „Faraldur" er berkveðinn mjög. Allir
hljóta að skilja hann, sem nokkuð þekkja til lífs þíns árin 1844—1847“.33 Jón
Norðmann gefur einurn kaflanum í kvæðinu þá einkunn að hann sé
„merkisfallegur".
Annar ungur prestur, séra Guðmundur Bjarnason í Nesi í Aðaldal, skrif-
aði Gísla 9. október 1848 og sagði : „Hafðu góða þökk fyrir tilskrifin og fyr-
ir bókútvegunina; Sömuleiðis þakka eg þér fyrir Norðurfara, komst hann
heim til okkar, og tóku menn hér við honum feginshendi, þótti sumurn þið
hafa dreymt vel, aftur þótti öðrum ek-ki alls kostar gott hugsunar Hf ukkar,
og þótti þið um of halla á konungana, báru þeir ykkur á brýn, að þið byggj-
uð yfir uppreistaranda, búast þeir enda við að þið gangið í flokk með land-
ráðamönnunum til þess að berja á konungunum; eg geri mér nú vissa von
um, að frelsis ást ykkar haldi stöðugt áíram bæði ljóst og leynt, og reyni til
að vekja oss upp af værðarmollunni, svo við liggjum ekki lengur í þessum
„doðadúr" og fyrir alla muni hafíð þið svo hátt um ykkur, að við hljótum að
hrökkva upp, og að við fyrirverðum okkur af því að vera svona sinnulausir
9