Andvari - 01.01.1986, Síða 151
ANDVARI
UTANRÍKISSTEFNA ÍSLANDS
149
alefli. Þátttaka í starfi og stuðningur við hugsjónir Sameinuðu þjóðanna
hefur síðan verið eitt af grundvallaratriðum íslenskrar utanríkisstefnu og
alþjóðasamskipta. Þess má og geta að ísland varð eitt af áhrifameiri aðild-
arríkjum Sameinuðu þjóðanna við mótun og þróun alþjóðahafréttarins, en
á því sviði lagði íslenska utanríkisþjónustan sig fram af öllum mætti. Það
starf íslands, í samvinnu við fjölda annarra ríkja, leiddi endanlega til þess
að strandríki öðluðust rétt til þess að helga sér 200 mílna efnahagslögsögu.
Önnur áhrif fámennisins á íslenska utanríkisstefnu eru að ófært er fyrir
íslenska ríkið að ganga í nokkur „yfir-ríkja“-samtök, sem skerða fullveldis-
rétt og sjálfstæði íslenska ríkisins eða geta veikt efnahagslegt sjálfstæði hins
smáa ríkis. Ein slík „yfir-ríkja“-samtök eru Efnahagsbandalag Evrópu. Að-
ildarríkin afhenda því hluta af fullveldi sínu og sjálfstæði í ákveðnum
málum. Þau eru skyldug til þess að heimila öllum aðildarríkjunum frjálsa
hreyfíngu á þjónustu og vöru, vinnu og fjármagni, inn og út úr landinu. Ef
svo fámennt ríki sem ísland er gengi í Efnahagsbandalag Evrópu á grund-
velli Rómarsamingsins frá 1957, yrði það að opna landamæri sín fyrir
vinnuafli, íjármagni og fjölþjóðafyrirtækjum frá öðrum aðildarríkjum.
Jafnframt yrði það að opna fiskveiðilögsögu sína fyrir skipum Efnahags-
bandalagsríkjanna í samræmi við hina sameiginlegu fiskveiðistefnu þeirra.
Telja verður líklegt að við slíkar aðstæður mundi hið smáa íslenska ríki
glata efnahagslegu sjálfstæði sínu og hugsanlega einr.ig með tíð og tíma
sínu pólitíska sjálfstæði og fullveldi. Slíkar hugsanir voru a. m. k. mjög
ofarlega í hugum íslenskra stjórnmálaforingja, þegar gaumgæfilega var
kannaður möguleikinn á því, að ísland gerðist aðili að Efnahagsbandalag-
inu. Ákvörðunin um að leita ekki eftir aðild að Efnahagsbandalaginu
byggðist ekki síst á áhrifum fámennisins á íslenska utanríkisstefnu og af-
leiðingum aðildar í ljósi ákvæða Rómarsamningsins frá 1957.
Fámenni íslands býður landsmönnum einnig að fylgja þeirri utanríkis-
stefnu að styðja hvers konar viðleitni til þess að viðhalda friði og öryggi í
heiminum, þar á meðal alla raunhæfa viðleitni til afvopnunar með allsherj-
ar afvopnum að lokamarki. Ennfremur fylgja fámenninu þau áhrif á ís-
lenska utanríkisstefnu, að ísland styðji alla jákvæða viðleitni til þess að móta
og þróa alþjóðalög og fá allsherjarviðurkenningu á sem flestum grundvall-
arreglum þeirra.
3. Boð landfrœðilegrar legu ríkisins
Eitt af grundvallaratriðunum, sem ekki er hægt að horfa framhjá við
mótun íslenskrar utanríkisstefnu, er að ísland liggur í miðju Norður-
Atlantshafi á milli Ameríku og meginlands Evrópu, nokkurn veginn miðja
vegu milli Washington og Moskvu. Það er annað stærsta eyland í Evrópu og