Andvari - 01.01.1986, Side 161
ANDVARI
UTANRlKISSTEFNA ISLANDS
159
þjóðarinnar. Þessi atriði hafa ekki breyst að neinu verulegu leyti, heldur
staðist tímans tönn allt frá því að vísirinn að þessari stefnu kom fram 1944.
Af sömu ástæðum má líka gera ráð fyrir, að þessi meginatriði haldi áfram
að setja mark sitt á íslenska utanríkisstefnu um mörg ókomin ár.
Við skulum þó ekki gleyma því, að við lifum í breytilegum heimi og að
þróun alþjóðamála er stöðugri breytingu undirorpin vegna breytinga á
herfræðilegum, hugmyndafræðilegum og efnahagslegum forgangsmark-
miðum hinna ýmsu ríkja heims. Eigi að síður virðist mega gera ráð fyrir
því, vegna náttúrulegra aðstæðna íslenska ríkisins, pólitískra og menning-
arlegra erfBavenja íslensku þjóðarinnar og utanríkisstefnuvilja hennar, að
grundvallaratriði utanríkisstefnu lýðveldistímabilsins muni áfram vera í
gildi um langan tíma. Á þessum grundvelli má einnig gera ráð fyrir að ís-
lenskir stjórnmálamenn muni draga rökréttar ályktanir um afstöðu íslands
til nýrra vandamála og viðhorfa á sviði utanríkis-, öryggis- og alþjóðamála.
TILVÍSANIR:
1) Alþingistíðmdi, ræða Ólafs Thors, 21. 10. 1944, bls. 1351-1352
2) Þessi grundvallaratriði íslenskrar utanríkisstefnu má einnig ílnna í riti Agnars Kl. Jóns-
sonar: Stjómarráð íslands 1904-1964, II. bindi, bls. 715-856.
3) Hagtíðindi, 69. Nr. 1, bls. 10-11.
4) Everyman’s United Nalion, UN, New York 1968 (8th Edition) bls. 5-6.
5) S. t„ bls. 8.
6) Hermann Jónasson: „Leiðin til öryggis", Tíminn, 31. ágúst 1945.
7) Björn Þórðarson: Alþingi og frelsisbaráttan 1874—1944, bls. 463.
8) Tölfrœðihandbók 1974, Hagstofa íslands 1976, bls. 128—129.
9) Dagblaðið DV, 5. júlí 1984, bls. 1 og 5, dagblaðið NT, 6. júlí 1984, bls. 28 og Ólafur Þ.
Harðarson: Viðhorf íslendinga til öryggis- og vamarmála, bls. 11—22.
Ritgerð þessi erað stofni til erindi sem flutt var í háskólunum í Vínarborg, Köln ogBonn 1984—85.