Andvari - 01.01.1986, Qupperneq 165
ANDVARI
„ÞAÐ LÝSTI OFT AF HONUM . . “
163
heilbrigðislöggjafarinnar, en miklu víðar sér verka hans stað í löggjöf á
sviði félagsmála og menningarmála.
Það var ekki fyrr en á útmánuðum 1943, sem persónuleg kynni tókust
með okkur Vilmundi Jónssyni. Ég var um það leyti tekinn að gerast alltíður
gestur í Landsbókasafni og Þjóðskjalasafni og var stundum með frásögu-
þætti í útvarpinu, myndir úr lífsbaráttu alþýðu, brot úr atvinnusögu og
þesskonar. Oft leit Vilmundur inn á söfnin. Sýndi hann grúski mínu brátt
nokkurn áhuga, tók mig einatt tali eftir flutning útvarpsefnis, gerði athuga-
semdir, gagnrýndi eitt og annað af þekkingu og áhuga og á þann hátt að
mér var fengur að. Stundum benti hann á verkefni sem gera þyrfti skil. Og
þegar það barst í tal að ég væri að viða að mér efni í rit um þilskipaútgerð
íslendinga, hvatti hann mig eindregið til starfa og benti mér á greinargóða
ísfírðinga sem þarna gætu miðlað fróðleik.
Á neðstu hæð Alþýðuhússins og í kjallara þess var á þessum árum rekinn
matsölustaður sem hét Ingólfskaffí. Á eftirmiðdögum komu þar saman við
tiltekið kaffíborð Vilmundur Jónsson, Árni Pálsson prófessor, Theódór
Friðriksson rithöfundur og fleiri, en þessir þrír máttu teljast fastagestir um
þrjú-leytið. Leið ekki á löngu uns ég fór að venja þangað komur mínar.
Þarna var skeggrætt fram og aftur um alla heima og geima, dægurflugur
og eilífðarmál og flest þar á milli. Og þótt kaffið væri í þynnra lagi og
kleinurnar ekki alltaf nýsteiktar, hef ég ekki átt skemmtilegri stundir við
annað nægtaborð en þetta. Árni Pálsson og Vilmundur voru báðir hreinir
samræðusnillingar þótt ólíkir væru. Hafði myndast milli þeirra traust vin-
átta, en þó fannst þeim fjarska gaman að stríða hvor öðrum og gerðu það
einatt á dálítið galgopalegan, en bráðskemmtilegan hátt. Þetta kaffiborð
hafði sterkt aðdráttarafl á fleiri en mig, enda var þar einatt setinn bekkur-
inn og glatt á hjalla. Meðal annarra komu þangað öðru hvoru rithöfund-
arnir og skáldin Þórbergur Þórðarson, Steinn Steinarr, Magnús Ásgeirsson
og Tómas Guðmundsson. Oft urðu þarna fjörugar umræður um efni tíma-
ritsins Helgafells sem þá bar hátt í menningarlífi þjóðarinnar undir stjórn
þeirra Magnúsar og Tómasar. Stöku sinnum kom Sverrir Kristjánsson
sagnfræðingur og hafði margt til mála að leggja, enda stóð þá kaffitíminn
einatt fram undir kvöldmat. — Mætti í tómi rifja upp eitt og annað sem eftir
situr í minni frá þeim góðu og hraðfleygu stundum sem ég átti við þetta
kaffiborð. Svo notalegt er að minnast þessara löngu liðnu daga, að jafnvel
kaffið sem öllum fannst nær ódrekkandi er orðið afbragð í minningunni.
Vilmundur Jónsson var maður ákaflega hreinskilinn og gat verið
tannhvass, einnig þegar hann sá ástæðu til að gagnrýna vini sína. Kemur sá
eiginleiki hans glöggt fram í bréfum þeim til Þórbergs sem birt eru í rit-
safninu nýja.
Einu sinni sem oftar kom Arnór Sigurjónsson að kaffiborðinu í Alþýðu-