Andvari - 01.01.1989, Page 112
110
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
ANDVARI
eftirtalin skáldverk: Dekameron (3. bindi)25 eftir Boccaccio, Fní Bovary eftir
Gustave Flaubert í þýðingu Skúla Bjarkan, örlagabrúin eftir Thornton
Wilder í þýðingu Kristmanns Guðmundssonar, Nóatún eftir William Heine-
sen í þýðingu Aðalsteins Sigmundssonar, Feður og synir eftir Túrgenjev í
þýðingu Vilmundar Jónssonar26 og Jóhann Krístófer I-III eftir Romain Rol-
land í þýðingu Þórarins Björnssonar; einnig skáldsögur eftir Nóbelshafana
Pearl S. Buck, John Galsworthy og Sigrid Undset, tvær bækur eftir Jack
London, þrjár eftir Somerset Maugham og tvær eftir John Steinbeck.
Þetta ár er um margt dæmigert fyrir fimmta áratuginn. Á þessum árum
keppast íslendingar við að þýða Norðurlandahöfunda: Knut Hamsun, Hans
Kirk, Selmu Lagerlöf, Sigrid Undset, Alexander Kielland, Martin Andersen
Nexö og F.E. Sillanpáá. Meðal annarra höfunda má telja Jack London, John
Steinbeck, Ernest Hemingway, Pearl S. Buck og Erich Maria Remarque; en
einnig er mikið þýtt af virtum eldri skáldsögum, til dæmis eftir Victor Hugo,
Leo Tolstoj, Charles Dickens, Bronté-systurnar og Mark Twain.
Ef litið er á það hvers eðlis þessi sagnagerð er í stórum dráttum, finnst mér
hægt að impra á þeirri kenningu að orðræða raunsæisins í sagnagerð hér á
landi um miðbik aldarinnar hafi að stórum hluta verið borin uppi af þýðing-
um. Og að þær hafi þar með að miklu leyti mótað skilning íslenskra lesenda á
gildi og hlutverki raunsæis í bókmenntum. Frá sjónarhóli okkar á níunda
áratugnum kann svo að sýnast að það séu einna helst skáldsögur Halldórs
Laxness sem myndi burðarás raunsæis í sagnagerð á þessum árum. En þótt
Halldór Laxness hafi verið orðinn viðurkenndur skáldsagnahöfundur á
fimmta áratugnum, var enn ekki til orðin ,,fjarlægð“ á það sem hann afrekar
sem raunsæishöfundur; það var enn róstusamt í kringum hann og sögur hans,
sem þar að auki voru fjölbreytilegar að efni og ætíð nýstárlegar innan sinna
raunsæislegu efnistaka. Pær voru semsagt ekki orðnar að því öfluga viðmiði
sagnaraunsæis sem þær síðar urðu.
Fáar þeirra þýðinga sem út koma á umræddum áratugi veita lesendum
mikið formlegt viðnám, ef svo má að orða komast — og þýðingar bók-
menntaverka á þessum tíma kynna íslenskum lesendum ekki það umrót
módernismans sem átt hafði sér stað á fyrstu áratugum aldarinnar.27 Skáld-
sagnaþýðingar eru því almennt ekki í beinu nýsköpunarhlutverki, heldur
tryggja fremur og efla stöðu hefðbundins sagnaraunsæis í íslensku bók-
menntakerfi eða virkja kannski í vissum tilfellum ,,einingar“ innan raunsæ-
isins sem íslenskir höfundar höfðu ekki sinnt. Auðvitað er misjafnt hvort
mönnum sýnist slíkt gagnrýnivert eður ei. Tvennt annað hlýtur að teljast
aðfinnsluverðara varðandi þýðingar öndvegisverka á þessum tíma. í fyrsta
lagi var mikið þýtt eftir krókaleiðum, þ.e. úr öðrum málum en frummáli
skáldverkins, og iðulega án þess að slíkt væri tekið fram, og í öðru lagi var
nokkuð algengt að stytta verk og skera jafnvel burt allstóra hluta þeirra.