Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 105

Andvari - 01.01.1993, Page 105
ANDVARI UM GRÍM THOMSEN OG RAUNSÆIÐ 103 að bera saman. Frá kynnum þeirra segir Brandes svo í Levned (Endur- minningum): „Leikfimi aefði eg hjá Svía, Nycander að nafni, sem hafði komið upp sænskri leikfimistofu í Kaupmannahöfn. Hjá honum hitti eg meðal annarra hið kunna skáld og stjórnarerindreka Grím Thomsen, sem bar legationsráðs nafnbót. Landar hans voru stoltir af honum. íslenskir stúdentar fullyrtu að hann ætti tólf mansjettskyrtur, þrenn pör af lakkskóm og hefði legið greifaynju úti í París. í leikfiminni var Grímur Thomsen djarfmæltur og stundum gróf- ur í orðum og ábendingum. Reyndar var eg vegna æsku minnar mjög við- kvæmur og hneykslaðist á ýmsu sem eldri menn hefðu hlýtt á án þess að blikna eða blána.“ Þetta mun hafa verið skömmu eftir 1860, varla fyrr en 1862, þegar miðað er við aldur Brandesar, en nafnbót Gríms sem hann tilgreinir, hlaut hann 1860. Það má teljast undarleg örlagaglettni að hin nafntogaða barnsmóðir Gríms Thomsens, skáldkonan Magdalene Thoresen (Kragh) hafði allnáið ástarsamband við Georg Brandes um skeið, þó að aldursmunur þeirra væri mikill. Þetta má ráða af bréfum sem fóru milli hennar og Brandesar, en þau er að finna á Ríkisskjalasafninu í Osló. Þar eru geymd 10-15 bréf frá Brandesi til Magdalene Thoresen. (Skv. upplýsingum frá Öyvind Anker skjalaverði). Vera má að Magdalene Thoresen hafi þóst finna hjá Brandesi einhvern enduróm fyrri daga, meðan á kynnum þeirra Gríms stóð, árin sem Grímur var að semja ritgerð sína um nýfranska skáldskapinn. Leiðir þeirra Gríms og Brandesar lágu líka á furðu svipaðan hátt gegnum þýska og franska heimspeki og skáldskap, þar sem Brandes, baráttumaðurinn fyrir stefnu raunsæismanna, lauk ferli sínum í nýrómantík og ofurmennisdýrkun, sem gætti líka hjá Grími, þótt það væri á ólíkum forsendum, enda munu þeir Grímur og Brandes varla hafa haft mikið veður hvor af öðrum, að minnsta kosti ekki á síðari árum Gríms, eftir að hann sneri heim til íslands. Öll þau ár sem Grímur Thomsen dvaldist í Danmörku fékkst hann mikið við ritstörf. Eftir hann liggja fjölmörg rit og greinar á dönsku, sem eru lítt þekkt hérlendis, en vöktu oft verulega athygli sem sjá má af dönskum blöð- um samtímans og stundum nokkurn úlfaþyt. Efni þessara skrifa Gríms eru 1 meginatriðum af tvennum toga: Fyrirferðarmest eru stjórnmálin, en hins vegar eru þau að drjúgum hluta um bókmenntir, sögu eða heimspeki eins og það orð var notað og skilið á hans dögum. Mikil þögn varð um þessi störf Gríms Thomsens eftir að hann hvarf heim til Islands. Þó má finna undantekningar. I bókmenntasögu sinni, Illustreret dansk Litteraturhistorie (3. bd. 1924),
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.