Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1993, Page 113

Andvari - 01.01.1993, Page 113
andvari ORÐ VEX AF ORÐI 111 hafir hugsað það einhverjum ákveðnum manni, hér eða vestra. En ef svo er ekki, þá vildi ég biðja þig að veita mér hjálp til þessa verks með því að skrifa mér eitthvað um ævi þína og þá helzt það, er verða mætti til skýringar því, er þú hefir ort. En að öðru leyti réðir þú því sjálfur, hvað þú vildir skrifa eða hvort þú vildir nokkuð sinna þessu [152]. Baldur Sveinsson fór vestur um haf 1907 og var meðritstjóri Lögbergs á ár- unum 1908-11 en sneri þá aftur heim til íslands. Þeir Stephan fóru að skrif- ast á árið 1909 út af birtingu blaðsins á kvæðum Stephans, sem Baldur dáð- ist að, og ritdómi um ljóðasafn skáldsins, Andvökur, sem hann hugðist semja. Höfðu þeir síðan vinsamleg bréfaskipti meðan báðir lifðu. Stephan hefur treyst Baldri vel til að skrifa um ritstörf sín enda kemur víða fram í bréfum hans að hann telur Baldur ritsnjallan og hollan sér. Svarar hann Baldri strax 6. mars og fagnar fyrirætlun hans: Áætlun þín er mér velkomin! Veit, að mitt fé verður þar í vinahöndum, auk þess sem íslenzkan þín er ætíð falleg. Eitt aðeins að: að baka þér borgunarlaust starf. Ég er al- veg „ólofaður“, enda enginn „beðið“ mín í alvöru, né átt þeirra gesta von, svo ef þig langar til að taka þessa góðgirnis önn á þig, er ég meira en viljugur að láta þig alveg um þá hitu og segja þér í einlægni allt, sem þú vildir vita og ég kann frá að segja [III: 78-79]. Eins og kemur fram í þessum orðum vill Stephan vera Baldri hjálplegur og segja honum í hreinskilni frá því sem hann kýs að fá vitneskju um. Kvartar hann þó undan annríki og skorti á gögnum öðrum en minni sínu. Hann viti heldur ekki hvaða upplýsingar Baldur vilji fá og þess vegna hafi honum komið það eina úrræði í hug að skrifa nokkrar athugasemdir á síður í óbundnum Andvökum um tildrög og aðföng kvæðanna og senda honum. Þannig tekur Stephan orð Baldurs: „það, er verða mætti til skýringar því, er þú hefir ort“ - og skilur um leið á milli ritverka sinna og annarra ævi- starfa. Baldur ritar Stephani aftur bréf 1. maí 1923 og er nú ákveðinn í að skrifa um æviatriði hans áður en Stephan verði sjötugur þá um haustið og heitir á hðsinni hans enda muni hann annars ekki koma því til leiðar. Af bréfinu sést að fyrsta úrlausn Stephans var ekki sú sem Baldur hafði í huga og legg- ur hann nú fyrir Stephan nokkur atriði sem hann vill fá að vita meira um. Verða þau síðan Stephani leiðarhnoða þegar hann ritar Drög til ævisögu. Baldur var því bæði hvatamaður að því að Stephan skrifaði æviágrip sitt og féð miklu hvaða stefnu Stephan tók þegar hann samdi það. Þá setti hann Stephani ákveðin tímamörk: Ég forvitnast ekkert um þinn innri mann - hann þekkist af kvæðunum - heldur hitt, hvar þú ert fæddur og hvar þú áttir heima hér á landi. Gaman að vita, hvort þú manst snemma eftir þér, hve snemma þú fórst að yrkja og hver var fyrsta vísa þín, ef þú
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.