Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1996, Síða 133

Andvari - 01.01.1996, Síða 133
ANDVARI „AÐ HUGSA ER AÐ BERA SAMAN“ 131 hafði sjálfur kennt þeim að íslendingasögur væru höfundarverk rithöfunda 13. aldar? í Fragmenta hafnar hann heimildargildi Islendingasagna um söguöldina jafnvel eindregnar en áður og dregur til dæmis í efa að Skarp- héðinn Njálsson hafi nokkurn tímann verið til.20 Og ef persónur íslendinga- sagna hafa ekki verið til virðist orðið harla lítið eftir af söguöld til að bera saman við eitt eða neitt. í þessu kann að sýnast ósamkvæmni, en hún er þar í raun og veru ekki, vegna þess að Sigurður kom auga á hvernig hægt er að nota íslendingasögur sem heimildir um samfélag án þess að láta spurning- una um sannleiksgildi þeirra þvælast fyrir sér. Þetta er athyglisvert fyrir okkur, meðal annars vegna þess að amerískir félagssögufræðingar liggja ís- lendingum nú á hálsi fyrir að kunna ekki að nota íslendingasögur sem heimildir. Bandaríski lögfræðingurinn William Ian Miller hefur til dæmis nýlega skrifað (í þýðingu minni):21 Afneitun á áreiðanleika íslendingasagna, sjónarmið sem einkum tengist íslenska skólanum, ásamt fremur þröngri sýn á hver séu hin réttu viðfangsefni sagnfræðilegra rannsókna, leiddi til almennrar kreppu í trausti á heimildargildi sagnanna til hvers kyns sagnfræðirannsókna. Ein afleiðingin er sú að lítið hefur verið um marktæka fé- lagssöguritun um upphafsskeið íslandsbyggðar síðan á fyrstu áratugum aldarinnar. Sjálfur segist Miller nota íslendingasögur sem heimildir um samfélagsgerð á tíma söguhöfunda á 13. öld og foreldra þeirra, afa og amma á 12. öld.22 Þá skiptir ekki máli hvort Skarphéðinn var til eða hvort Njáll var brenndur inni; sögurnar segja frá því sem menn 13. aldar gátu hugsað sér að gæti gerst, af því að það gat gerst í minni þess fólks sem þeir þekktu og mundu. Síðar býður Miller lesendum sínum þó aðra lausn: ef þeir vilji ekki lesa rit sitt sem lýsingu á raunverulegu samfélagi 12. og 13. aldar sé það að minnsta kosti samfélag íslenskra sagna og laga, samfélag sem söguhöfundar (og lagahöfundar) hafi skapað.23 Árið 1954 hélt Sigurður Nordal fyrirlestur við Glasgow-háskóla um sann- leikskjarna íslendingasagna. Fyrirlesturinn var gefinn út á ensku þremur árum seinna, en er í fyrsta skipti prentaður í íslenskri þýðingu í öðru bindi Fornra mennta.24 Hér var Sigurður með allan hugann við bókmenntalegt gildi sannleikskjarnans, hvert gildi það gæfi sögu eins og Njálu sem lista- verki að höfundur hennar var með nokkrum hætti bundinn af sögulegum veruleika. Hann horfir nánast eingöngu á sögurnar frá bókmenntafræði- legu, listrænu sjónarmiði. í Fragmenta ultima vottar hins vegar fyrir sagn- fræðilegra viðhorfi, því sem mætti kalla tilraun til sagnfræðilegrar endur- reisnar Islendingasagna innan marka bókfestukenningar. í þætti sem útgef- andi Fragmenta telur raunar ritaðan fyrir 1950 segir, í dálítið óljósu samhengi við það sem stendur á undan:25 „Það er á sinn hátt jafnmikilvægt að kynnast hugmyndum manna á 13. öld um söguöldina sem söguöldinni
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.