Andvari - 01.01.2000, Qupperneq 72
70
GUNNAR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
nýjungum í safnaðarstarfi: Séra Hjörleifur Einarsson prófastur stofnar
kirkjulegt unglingafélag við kirkjuna á Undirfelli árið 1891 og kirkjukvenfé-
lög voru stofnsett víða um land um svipað leyti, svo dæmi séu tekin.2
Á Alþingi ræddu menn afar framsæknar hugmyndir um stjórnsýslu kirkj-
unnar um og upp úr aldamótunum 1900, m. a. var tekist á um stofnun
kirkjuþings, um aðskilnað ríkis og kirkju og hugmyndir komu fram um að
leggja niður biskupsembættið. Lög voru sett um þjóðkirkjuna, um eignir
hennar, um laun presta og margt annað sem mörkuðu henni varanlega
stöðu í þjóðlífinu.3 Margir kirkjunnar menn komu við sögu við að festa ís-
lensku kirkjuna í sessi sem breiða og opna þjóðkirkju á tuttugustu öld, þar
sem kirkja og þjóðlíf var fléttað saman til að tryggja kirkjunni áhrif sem
víðast í samfélaginu, báðum til góðs.
Þetta merkir ekki að allir hafi verið sáttir við þjóðkirkjuna. Því fór fjarri.
Þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson (1835-1920) var einn þeirra sem var
ekki alltaf sáttur við kirkjuna og biskup hennar, en hann átti sér draum í
hjarta. Til Hannesar Hafsteins ritar séra Matthías frá Odda í september ár-
ið 1884: „Ég vil Reformation, en hver kemur með hana? Ég fæ menn ekki
til að lesa Channing auk heldur til annars. . . Ég vil anda, hjarta, eld . . ,“4
Þá var hann undir sterkum áhrifum frá umbótamönnum í bandarísku þjóð-
lífi, einkum prestinum William Ellery Channing í Boston.
Undir niðri skynjuðu menn breytingar í aðsigi, kirkjan var komin að
vegamótum. í bréfum sínum kvartar séra Matthías, sem hafði kynnst kirkju-
starfi bæði vestanhafs og austan, mjög undan daufu kirkjulífi, talar um
„pokasýnóduna“ og að kirkjulífið hér á landi sé „á rassinum“ (í bréfi til
séra Jóns Bjarnasonar 10. apríl 1875).
Miklar og hraðfara þjóðfélagsbreytingar gengu yfir, þéttbýli var að
myndast; kirkja og kristindómur fengu skyndilega ögrun úr ýmsum áttum
þar sem allt hafði áður verið með friði og spekt.
Islenskir menntamenn báru með sér ný og neikvæð viðhorf til kirkju og
kristindóms erlendis frá. Georg Brandes hafði mikil og afgerandi áhrif í
þessu efni. Hér heima voru kirkjunnar menn ekki viðbúnir gagnrýni af
þessu tagi og máttu því heita varnarlitlir. Prestar og söfnuðir, forysta kirkj-
unnar og menntun prestanna var að meira eða minna leyti í viðjum gamall-
ar guðfræði, og hafði verið svo lengur en eðlilegt mátti teljast. En hinir
nýju straumar bárust hratt til landsins.