Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2000, Page 146

Andvari - 01.01.2000, Page 146
ÞÓRIR ÓSKARSSON Skáldskapur og saga Nítjánda öldin sem texti nýrra íslenskra frœðirita Umbi: Ég bóka þá að öll saga, þarámeðal veraldarsagan, sé fabúla. Séra Jón: Alt sem lýtur lögmálum fabúlunnar er fabúla.1 Síðustu áratugi hefur nítjánda öldin verið áleitið viðfangsefni bókmennta- og sagnfræðinga víðs vegar um heim. Ein af ástæðum þess er ugglaust sú sögulega fjarlægð sem smám saman hefur myndast við þetta mikilvæga tímaskeið vestrænnar menningar og sögu, - fjarlægð sem hvetur menn til þess að endurskoða það og endurmeta. Meðal annars hafa fræðimenn leit- að svara við því hversu trúverðug hefðbundin mynd okkar af 19. öldinni sé og að hve miklu leyti hún mótist af stjórnmála- og menningarviðhorfum síðari tíma manna sem hafa notað þessa liðnu öld sem tæki til að hafa áhrif á eigin samtíð, ekki síst við að byggja upp og styrkja í sessi ný þjóðríki eins og hið íslenska. Talsmenn nýrrar og gagnrýninnar efahyggju í hugvísindum hafa gefið þessari endurskoðun aukinn slagkraft, bæði almennt með því að vefengja möguleika sagnfræðinga til að draga upp sanna mynd af fortíðinni og með því að benda á hvernig þeir hafi oft gert vissa einstaklinga, sam- félagshópa og atburði að fulltrúum og táknmyndum «Sögunnar» en snið- gengið aðra sem þó virðast ekki síður áhugaverðir þegar á heildina er litið. Sagnfræðingar séu því ævinlega að skrifa einhvers konar «fabúlu», ýmist viljandi eða óviljandi. Að hluta til stafar áhugi fræðimanna á 19. öldinni einnig af löngun þeirra til þess að útskýra líðandi stund sem óneitanlega ber fjölmörg ummerki þeirra hugmynda sem þessi gengni tími ól af sér: um lýðræðislega stjórnar- hætti, frelsi í verslun og viðskiptum, sjálfstæði einstaklinga og þjóða, mikil- vægi sérstaks tungumáls fyrir þjóðarvitundina eða dýrkun frumleikans í skáldskap og öðrum listum. Af þessum sökum ber 19. öldina iðulega á góma í dægurmálaumræðunni, hvort heldur talið berst að Evrópubanda- laginu, blóðugum hernaðarátökum á Balkanskaga, hlutverki og gildi ný- norsku í norsku málsamfélagi eða þeim fjölmörgu ævisögum sem setja svip sinn á evrópskan bókamarkað. Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur lýkur t. d. nýlegri tímaritsgrein um stöðu náttúrunnar í íslenskri þjóðernis- \
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.