Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2003, Síða 107

Andvari - 01.01.2003, Síða 107
ANDVARI „HIÐ FAGRA, GÓÐA OG SANNA ER EITT' 105 stundum tengdur þeim margvíslegu viðhorfum í þýskum og skandinavískum bókmenntum sem ýmist ganga undir heitinu „skáldlegt raunsæi“ {poetisk realisme) eða „hugsæisraunsæi“ (ideal-realisme) og miða að því að fella hugsjón og raunveruleika saman í eina fagurfræðilega heild.25 Ljóst er að Heiberg var ekki aðeins mun jarðbundnari og raunsærri en margir þeirra höfunda sem í bókmenntasögum eru taldir hreinræktaðir róm- antíkerar, t.d. Oehlenschláger, heldur tók hann einnig meira mið af samtíð- inni og daglegu lífi manna en almennri fegurðartilfinningu og ímyndaðri for- tíð. Þá má nefna að Heiberg lagði mun meiri áherslu á formþætti listaverka en tilfinningatjáningu eða fagrar hugmyndir, „því að formið sjálft er efninu æðra“, eins og hann orðaði það eitt sinn.261 þessu fólst t.d. krafa um að skáld fylgdu fyrirfram ákveðnum hugmyndum um uppbyggingu, bragarhætti, myndmál og orðfæri og leituðust við að tryggja fullkomið samræmi forms og inntaks. Tilviljanir, skyndiákvarðanir, hroðvirkni eða kæruleysi máttu ekki ráða ferðinni. Slík var einnig krafa þeirra Fjölnismanna í ritstjómargrein árið 1838: „Allt er komið undir því, að skáldmælunum sje komið firir eptir ástæðum í hvurt sinn, og að mindin sje eíns og hún átti að verða“ (Fjölnir 1838: 10). Markmiðið er að raungera á fullkominn hátt fyrirfram ákveðna hugmynd eða hugsjón. Fagurfræði Heibergs fól að nokkru leyti í sér viðleitni til að sætta róman- tíska fagurfræði aldamótanna hófstilltum lífsviðhorfum og siðakröfum danskrar borgarastéttar. Sumir fræðimenn hafa því litið á „skáldlegt raunsæi“ sem nokkurs konar endurfæðingu klassisismans enda eru skýr tengsl þar á milli.27 Sérstaklega var Heiberg mótaður af heimspeki Hegels, hughyggju hans og kenningunni um að þekkingunni fleyti fram í samspili andstæðna eða mótsagna, en skrif hans vitna einnig um áhrif frá því áliti Schillers að fagur- fræðilegt uppeldi sé eiginleg undirstaða siðferðilegs uppeldis, því að sá sem hafi fegurðina að leiðarljósi hljóti um leið að taka tillit til allra annarra þátta mannlegrar tilveru.28 Það séu list og fegurð en ekki boðorð og fortölur sem geri menn dygðuga. Með skrifum sínum leitaðist Heiberg því ekki aðeins við að bæta listsmekk manna og kenna þeim að leggja hlutlægt mat á fegurð skáldverka heldur ástundaði hann einnig fagurfræðilegt uppeldi dönsku þjóðarinnar á öllum sviðum, jafnt í innréttingu húsa sem í heimilislífí, kaffihúsamenningu og fram- komu á götum úti. Að dómi hans var fegurðin ekkert einangrað fyrirbæri heldur nátengd öllum öðrum þáttum sem manninn varða, „því að það er hin sama fegurð sem gengur í gegnum allt, en geri maður sér ekki grein fyrir henni í daglegu lífí mun maður því síður skilja hana í hinni fagurfræðilegu hug- myndaveröld“ skrifaði hann.29 Það er hins vegar í hugmyndaveröldinni sem hin klassíska fagurfræðilega þrenning sameinast að mati Heibergs. í fyrir- lestrum um rökfræði sem prentaðir vom 1831-32 kemst hann m.a. svo að orði:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.