Andvari - 01.01.2004, Page 53
andvari
AUÐUR AUÐUNS
51
í desember 1958 sagði ríkisstjóm undir forsæti Hermanns Jónasson-
ar af sér eftir að efnahagstillögum stjómarinnar var hafnað á þingi
Alþýðusambands íslands. Skömmu síðar tók við minnihlutastjórn
Alþýðuflokks undir forystu Emils Jónssonar og naut stjórnin hlutleys-
is Sjálfstæðisflokks. Auk aðgerða í efnahagsmálum til þess að halda
verðbólgu í skefjum og verðlagi stöðugu var meginverkefni þeirrar
sijórnar að endurskoða kjördæmaskipunina í landinu. Misrétti var milli
flokka og höfðu þeir ekki þingstyrk í hlutfalli við kjörfylgi, einkum
kom þetta illa við þá pólitísku flokka sem sóttu fylgi sitt í þéttbýli.
Tókst samkomulag milli þriggja flokka, er misréttið bitnaði frekast á,
um nýja kjördæmaskipun og var í kosningum til Alþingis í júní 1959
hin nýja skipan staðfest. í október sama ár var síðan kosið að nýju til
Alþingis samkvæmt nýrri kjördæmaskipan.
Eftir haustkosningarnar fékk Sjálfstæðisflokkurinn 24 þingmenn og
var Auður Auðuns einn þeirra. Hinn 20. nóvember 1959 kom til starfa
stJÓm Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, jafnan nefnd viðreisnar-
stjórn og sat að völdum fram á sumar 1971, var stjórnartíminn oftast
kallaður viðreisnaráratugur.
Stjómin var í fyrstu undir forsæti Ólafs Thors og hafði Alþýðuflokk-
Ur þrjá ráðherra en Sjálfstæðisflokkur fjóra. Fjármálaráðherra í þessari
nÝju stjórn var Gunnar Thoroddsen, þáverandi borgarstjóri í Reykja-
vík, og hafði gegnt því starfi frá árinu 1947. Hann fékk leyfi frá störf-
urn borgarstjóra 19. nóvember og samdægurs voru þau Auður Auðuns
°g Geir Hallgrímsson kjörin borgarstjórar; samtímis þessu lét Auður af
starfi forseta borgarstjórnar en Gunnar tók við því. Viðreisnarstjómin
festi sig í sessi og tæpu ári síðar sagði Gunnar formlega lausu starfi
horgarstjóra, svo gerði Auður einnig og tók á nýjan leik við forseta-
starfi í borgarstjórn en Geir varð einn borgarstjóri frá október 1960.
E>eir Hallgrímsson hafði komið inn í bæjarstjórnina við kosningar í
janúar 1954 og átti að baki rúmlega eitt kjörtímabil sem bæjarfulltrúi
en Auður var að hefja sitt fjórða tímabil; var hún þá 48 ára gömul en
hann 34 ára er þau gegndu saman starfi borgarstjóra. Hafi einhverjir
verið efins um að heppilegt væri að hafa tvo skipstjóra á skútunni hvarf
Sa efi fljótlega. Fyrrum samstarfsmaður Auðar og Geirs á þessu skeiði
hefur látið svo ummælt að samvinna þeirra hafi „verið í einu orði sagt,
frábær.“
Vart þarf að taka fram að þetta var í fyrsta skipti sem kona hér landi
tokst á hendur svo ábyrgðarmikið starf á vettvangi sveitarstjórnar og