Andvari - 01.01.2005, Page 151
ANDVARI
UPPSPRETTUR TÍMANS OG VATNSINS
149
Ströndin og hafið Ströndin kemur til hafsins og ströndin beygir sig niður að hafinu og hlær. Ó lát andlit þitt skína úr eldgulu rökkri hins ástleitna dags
En hafið dreymir hinn dimma gróður sem í djúpi þess grær. ég sé hlaupandi fætur á hlæjandi öldum hins hljóða lags
Og ströndin fær aftur hinn stranga svip eins og ströndin í gær. ég sé mjúkar hendur slá mjallhvítum eldi í myrkursins fax.
Hugmynd Tveir gulir hringir á gráum fleti, grænt strik. Húsið Ég er húsið, lát húmið koma á háum skóm.
Hinn innhverfi skuggi rennur óvænt saman við augans blik. I dag hef ég hlustað úr dulhvítri fjarlægð á hinn dimma róm.
Og bæn mín fellur yfir blekkingu tímans eins og blakkt ryk. Og ljós mitt beið hinnar löngu nætur eins og lokað blóm.
Þessi ljóð hafa ekki birst í Ljóðasafni Steins, en fimm þeirra í tv. ritum Sig-
fúss Daðasonar og mín (1992) En auk þeirra voru tekin í bálkinn Lokaljóð
Steins úr síðasta Ljóðasafni Steins (1991): Hvítur hestur í tunglskini, Rign-
ing, Vegurinn og tíminn, Ljóð, Gamall maður og hvítt hús, Netið, Dögun,
Neitun, Hádegi, Tár, Nýr heimur, Sorg, Tíminn og eilífðin, Hringurinn, Augu
mín, Draumurinn, Landslag.
Ég þakka Magnúsi Haukssyni íslenskukennara Kaupmannahafnarháskóla
yfirlestur og gagnlegar ábendingar. Að sjálfsögðu er ég þó einn ábyrgur fyrir
hvers kyns vanköntum sem finnast kunna á þessari grein.