Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 8

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 8
6 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI hins mikla ævistarfs hans er minnst má ekki gleyma hlut konu hans, Magneu Þorkelsdóttur, sem stóð óhvikul við hlið hans alla tíð. Þau eignuðust átta bórn og hafa ýmsir afkomendur þeirra látið að sér kveða innan kirkjunnar og í lista- og menningarlífi landsins. Sigurbjörn lét snemma til sín taka sem prédikari. Hann hóf prestskap á Skógarströnd 1938, en varð 1941 annar tveggja fyrstu presta Hallgríms- safnaðar. Hann var hvatamaður að byggingu Hallgrímskirkju og bar hana ætíð fyrir brjósti. Um líkt leyti hóf hann baráttu fyrir endurreisn Skálholtsstaðar. Þetta ber hvorttveggja vitni um sterk tengsl hans við sögulegar erfðir. Hann varð dósent við guðfræðideild Háskóla íslands 1944 og prófessor 1949. Sem kennari í guðfræðideild var hann forustumaður í að ryðja braut nýrri stefnu og þoka til hliðar þeirri nýguðfræði eða aldamótaguðfræði sem hafði verið ríkjandi í háskólanum fram að tilkomu hans. Hann bar með sér fersk áhrif frá Svíþjóð, en þau fólust í að snúa til baka til klassískra trúarhugmynda, og var stefna Sigurbjörns gjarnan kennd við nýrétttrúnað. Menn hafa stundum skilgreint hann sem íhaldsmann í trúarefnum andspænis svonefndu frjálslyndi nýguðfræðinnar. Um þá skilgreiningu má ýmislegt segja. Nýguðfræðin var á sínum tíma viðbragð við hinni miklu framsókn vísindanna og meðfylgjandi afhelgun ver- aldarinnar á seinni hluta nítjándu aldar. Sigurbjörn orðaði það einhvern tíma svo að hún hefði verið tilraun til að bjarga leifum kristninnar undan framsókn efnishyggjunnar og til þess töldu menn sig þurfa að fórna ýmsu úr kenning- unni. Sigurbjörn og þeir sem á líkan hátt hugsuðu vildu hverfa aftur til játn- inganna, hinnar skilmálalausu trúar á guðdóm Krists og frelsun mannsins sem í henni er fólgin. Þessi guðfræðistefna náði furðu seint til Islands; hún er raunar sprottin upp eftir hið mikla hrun fyrri heimsstyrjaldar, - sagt var að trúin á manninn hefði orðið úti í skotgröfunum í Verdun. Astæða þess að nýguðfræðin lifði svo lengi hér var að nokkru sú að hún var samhljóða hinni bjartsýnu framfaratrú sem var aflvaki frelsisbaráttu þjóðarinnar. Sumir af foringjum hennar blönduðu inn í hana andatrú (spíritisma) sem þjóðin reynd- ist vera veik fyrir, en það er trúarleg hugsun um framhaldslíf með vísindalegu yfirskini. Spíritismi sumra kirkjunnar þjóna varð hins vegar vafalaust til að draga þróttinn úr nýguðfræðinni þegar til lengdar lét. Við þetta bættust áhrif fra austrænni speki. sem ýmsir urðu gagnteknir af á tímabili. - Guðfræðilegar áherslur Sigurbjörns sem háskólakennara og prédikara um miðbik síðustu aldar og miðlæg staða hans í íslenskri kirkjusögu í framhaldi af því er efni sem fræðimenn munu vafalaust rannsaka og fjalla um. Vissulega var hann umdeildur vegna skoðana sinna og málflutnings, en slíkt má segja um alla mikla áhrifamenn; þeir vekja andstöðu af því að mönnum stendur ekki á sama um þá. Þegar rykið sest eftir deilur og átök er hægara að meta málstað deiluaðila réttilega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.