Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 22

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 22
20 KRISTINN KRISTMUNDSSON ANDVARI fræði, eðlisfræði og dönsku. Sigfús Einarsson kenndi söng, Þórarinn B. Þorláksson teiknun, Matthías Þórðarson skólasmíði, Olafur Rósenkranz leikfimi karla, Ingibjörg Brands leikfimi kvenna og Björn Jakobsson einnig leikfimi ásamt náttúrusögu og líkamsfræði. Þá er ótalinn sá kennari sem ætla má að hafi ekki síst haft áhrif á hinn nýja nemanda úr Ölfusinu, þ.e. fyrrnefndur Jónas Jónsson frá Hriflu sem skipaður var aukakennari við skólann haustið 1909 og kenndi náttúrusögu í 1., 2. og 3. bekk. Þarna munu hafa orðið fyrstu kynni Bjarna af Jónasi sem síðar hafði afdrifarík áhrif á líf hans og störf. Ýmislegt bendir til að íþróttir og almenn líkamsrækt hafi höfðað öllu meir til Bjama á námsárum hans en bóklegt nám. Sjálfur kvaðst hann ekki hafa rækt námið sem skyldi vegna ýmissa áhugaefna, einkum íþrótta ... sem ég stundaði af lífi og sál. Ég æfði í tveim glímufélögum í Reykjavík og glímdi oft kappglímur, æfði sund og var í aukatímum á kvöldin í leikfimi. Ég sótti fyrirlestra til dr. Guðmundar Finnbogasonar, Einars Kvaran o.fl., eng- inn stjórnmálafundur fór fram hjá mér og þeir voru ósjaldan....Þrisvar synti ég nýárssundið í Reykjavíkur höfn með Erlingi [Pálssyni] og fleiri félögum. Það var siður þá eins og nú að skemmta sér frameftir nýársnóttinni. Ég tók þátt í því. Eitt sinn í Hafnarfirði eftir slíka vökunótt, tók ég hjólhestinn minn snemma morguns og var kominn aftur á hjólinu fyrir hádegisverð með silf- urpening, II. verðlaun fyrir nýárssund. Þann vetur synti ég í sjó á hverjum degi, ýmist aleinn eða með Flensborgarpiltum á kvöldin eftir glímuæfingar.12 Sérhæft kennaranám í íþróttum stóð ekki til boða hér á landi að öðru leyti en því að í Kennaraskólanum var lögð áhersla á íþróttir og gert ráð fyrir að almenna kennaranámið veitti undirbúning að kennslu í íþróttum sem öðrum greinum. Nokkrir kennarar létu sér það ekki nægja og sóttu íþróttakennaranám erlendis. Lárus Bjarnason, skóla- stjóri Bjarna við Barnaskólann í Hafnarfirði, hvatti hann til að fara til Kaupmannahafnar í þeim tilgangi veturinn 1913-1914. Bjarni fór að ráðum hans og lauk íþróttakennaraprófi frá Statens Gymnastik Institut í Kaupmannahöfn 1914. Það gefur auga leið að ekki hefur sá leiðang- ur verið fyrirhafnar- og kostnaðarlaus ungum bóndasyni. En þörfin á úrbótum í kennslu og ástundun íþrótta sem hluta af barna- og unglinga- fræðslunni hefur runnið honum til rifja. Danmerkurferð hans til að afla sér kunnáttu og réttinda á þessu sviði er til vitnis um það sjálfstraust, kapp og áræði sem hann var gæddur og einkenndi svo mjög störf hans og framsækni síðar á ævinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.