Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 24

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 24
22 KRISTINN KRISTMUNDSSON ANDVARI og kýr Bjarna í Straumi, allar mjólkandi og margar þeirra nýbornar.15 Allt bendir til að Hafnarfjarðarár Bjarna hafi verið hamingjuár, flest gengið að sólu og hann notið ómældra vinsælda og aðdáunar fyrir dugnað og hæfni í störfum sínum. Og 1928 festi hann ráð sitt og gekk að eiga fyrri konu sína, Þorbjörgu Þorkelsdóttur trésmiðs á Eyrarbakka og í Reykjavík. Sjálfur kvaðst hann hafa séð framtíð sína í Hafnarfirði „bjarta og glæsilega“16. En næsta haust, 1929, varð svo gagnger breyting á högum hans að upp frá því má segja að hann hafi staðið í sviðsljósi, dáður að verðleikum en um leið umdeildur alloft eins og jafnan verður um þá sem „hafa ból/hefðar uppi á jökultindi.“ V. Brautryðjandi á Laugarvatni Það er sammæli þeirra sem gerst þekkja til að upphaf og þróun skólaseturs á Laugarvatni verði öðrum fremur rakið til þriggja braut- ryðjenda: Laugarvatnshjónin, Ingunn Eyjólfsdóttir (1873-1969) og Böðvar Magnússon, bóndi og hreppstjóri á Laugarvatni (1877-1966) ákváðu að láta ættaróðal sitt af hendi til að veita stofnun héraðsskóla á Laugarvatni brautargengi, auk þess sem Böðvar var í hópi skeleggustu baráttumanna fyrir stofnun alþýðuskóla á Suðurlandi og ýmsum öðrum framfaramálum. Jónas Jónsson frá Hriflu (1885-1968) hafði úrslita- áhrif á samþykki og liðveislu ríkisstjórnar við stofnun skólans, hann tók sérstöku ástfóstri við Laugarvatn og beitti valdi sínu og áhrifum ítrekað til eflingar staðnum. Mest verður þó að telja það afrek Bjarna Bjarnasonar að taka við stjórn skólans, barni í reifum, efla hann til frægðar við frumstæðan aðbúnað í fyrstu og búa svo um hnúta að hann fæddi af sér eigi færri en þrjár sjálfstæðar skólastofnanir og fjórar þó ef fósturbarnið, barnaskóli innan sveitar, er með talinn. Staðfesting þess, sem hér var sagt, birtist í því að myndir þessara brautryðjenda er að finna úti við á Laugarvatni í viðeigandi minningarlundum. Af undirbúningi að stofnun héraðsskóla á Suðurlandi er alllöng saga sem verður ekki rakin hér. Deilur innan héraðs um staðarval töfðu s málið. Hugmyndin um sameiginlegan skóla Arnesinga og Rangæinga strandaði á þeim deilum, og þegar kannað var hvort Arnesingar einir gætu sameinast um skólastað var sama uppi á teningnum. Vorið 1928 var svo komið að aðeins fjórir til fimm hreppar voru reiðubúnir að leggja fram fé til skólabyggingar á Laugarvatni, þ.e. Laugardalshreppur,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.