Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 32

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 32
30 KRISTINN KRISTMUNDSSON ANDVARI og einlægur hugur á því að læra eitthvað sem til gagns getur orðið. Vitanlega er það illt að verða að neita sér um síðari veturinn hér. - Gættu þess að sýna foreldrum þínum eða aðstandendum þetta bréf. - Þú lætur mig vita sem fyrst ef þú ætlar að koma. Kær kveðja og bestu óskir. Þinn einl. Bjarni Bjarnason26 Varðveist hafa vitnisburðir nemenda frá kreppuárunum sem staðfesta að greiðasemi af hálfu skólastjórans réð oft úrslitum um skólavist efna- lausra unglinga sem eygðu möguleika á að standa í skilum síðar, enda munu þeir einir hafa átt þess kost sem höfðu kynnt sig að heiðarleika og skilvísi27. Sparnaðartillögur bréfsins, sem brýna fyrir nemendum að halda reisn og virðuleika þrátt fyrir lítil efni, segja merka sögu um skólamanninn sem setur sig í spor nemandans af föðurlegri umhyggju og metnaði fyrir hönd skólans. Skólaskýrslu héraðsskólans 1932-1933 sem birtist í Riti Nemendasambands Laugarvatnsskóla lýkur á yfirliti þar sem Bjarni skólastjóri lýsir hugmyndum sínum um ýmsa þætti skóla- starfsins sem honum hafa þá verið efst í huga. Þar birtist skólastjóri sem setur sig fullkomlega í spor nemenda sinna, lifir sig inn í heim þeirra og setur skólanum markmið og reglur af raunsæi og skilningi á högum þeirra. Þar kemur einnig fram hve létt honum var að setja mál sitt fram svo skýrt og látlaust að allt kemst til skila, uppeldishugsjónir hans og einlæg umhyggja fyrir nemendum sínum. Hann segir þar m.a.: Fari saman happasælt uppeldi í heimahúsum, vel gerðir skólar, bæði að starfs- háttum og útbúnaði, ásamt námfýsi hins yngra fólks, ættu þeir skólar, sem þegar eru til í landinu, að njóta sín fyllilega. Hitt er jafnvíst, að fái hið innra líf hvers eins ekki þær réttu móttökur og meðferð í skólunum, tæmast þeir, hversu auðvelt sem reynist að greiða kostnað skólavistarinnar. Fyrst er þá að skapa frið og ánægju í sambúðina, vináttu og sanna gleði, með hóflegri alvöru. Takist þetta, og aðeins þá, fá séreinkenni, gáfur, námshæfileikar, vinnulagni og prúðmennska, notið sín. - Enn er óminnst á það atriðið, sem einkum dregur fólkið að héraðsskólunum, en það er að þangað eru jafn velkomnar stúlkur sem piltar. - Ætti slík firra, að vinna að aðskilnaði pilta og stúlkna, sízt að vera á stefnuskrá skólanna, jafnfjarri sem þetta er hinu raunverulega lífi. - Því má ekki leyna, að stjórnsemi öll er vandameiri í samskólum. Hinsvegar þroska þeir skólar betur, ef það tekst að vekja og rækta fagran hugsunarhátt í sambúð og starfi. Ríki ófriðlegur hugsunarháttur, verður dagfarið eftir því. Takist aftur á móti að beina hinum mikla krafti unga fólksins í réttan farveg, eru heimavistarskólarnir einhver hinn besti jarðvegur fyrir félagslega þroskun og farsæla kynningu æskunnar í landinu. Mér er það fullljóst, að heimavistar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.