Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 35

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 35
andvari BJARNI BJARNASON 33 þingsætum í Árnessýslu. í Snæfellsnessýslu var hins vegar gert ráð fyrir einmenningskjördæmi eins og áður og það mun hafa freistað Bjarna. í vorkosningunum 1942 var Bjarni kjörinn þingmaður Snæfellinga með 644 atkvæðum en sjálfstæðismaðurinn Gunnar Thoroddsen hlaut 578. í haustkosningunum sama ár varð Gunnar hins vegar hlutskarpari, hlaut 762 atkvæði á móti 726 atkvæðum Bjarna.36 Um framboð Bjarna og þingmennsku 1942 farast Páli Lýðssyni svo orð: En þessi ferð Bjarna á Laugarvatni varð hin mesta sigurganga. Kosningabarátta fannst honum alltaf hin skemmtilegasta vinna. Hann naut þess að tala við fólk og kynnast hugðarefnum þess. Sagt var að Bjarni kyssti húsfreyjurnar og á einum stað kom hann að þar sem bóndinn var að rýja. Brá hann sér þá úr jakk- anum og rúði með bóndanum góða stund. Þetta var ný aðferð sem andstæð- ingarnir kunnu ekki á. Frambjóðandi sjálfstæðismanna, sem lengi höfðu „átt“ kjördæmið, var þó enginn aukvisi. Það var Gunnar Thoroddsen en hann mátti lúta í lægra haldi um vorið. Aftur vann hann svo Bjarna í haustkosningunum með litlum mun.37 Með sumarþinginu 1942 lauk þingmannsferli Bjarna. í kosningunum 1946 bauð hann fram sinn eigin framboðslista í Árnessýslu, í and- stöðu við stjórn Framsóknarflokksins á sama hátt og Jónas Jónsson í Suður-Þingeyjarsýslu. Jónas var þá, sem alkunna er, sviptur völdum í flokknum en Bjarni hefur viljað styðja hann í lengstu lög. Meiri hluti framsóknarmanna í sýslunni fylgdi hins vegar flokksforystunni: Listi flokksins með Jörund Brynjólfsson í fyrsta sæti hlaut 908 atkvæði en listi Bjarna 357.38 Bjarni hafði þó eftir sem áður hug á þingmennsku fyrir Framsóknarflokkinn. Hann fór enn í framboð á Snæfellsnesi 1953 en án árangurs og þegar Jörundur Brynjólfsson hætti þingmennsku 1956 sóttist Bjarni eftir framboði sem eftirmaður hans. Það sýnir hve mikils virði Bjarna var þingmennskan að hann vildi ekki gefa hana upp a bátinn fyrr en að fullreyndu. Fylgispekt við Jónas og sérframboðið 1946 hefur að líkindum komið í veg fyrir að framsóknarmenn veittu honum brautargengi að nýju. Hér verða þingstörfum Bjarna ekki gerð öllu frekari skil. Ljóst er af framansögðu að hann taldi þau hafa orðið sér mikils virði og lærdóms- rik- Hann sat í neðri deild. Helstu trúnaðarstörf hans eru talin þau að hann var fyrsti skrifari sameinaðs þings 1934-1938 og formaður fjár- Veitinganefndar 1936-1938. Hann sat jafnan í menntamálanefnd neðri deildar. 1934-1938 var samstjórn Framsóknar- og Alþýðuflokks við völd, oft nefnd „stjórn hinna vinnandi stétta“ og 1939-1942 svonefnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.