Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 47

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 47
andvari BJARNI BJARNASON 45 við ákvarðanir sínar tek ée hér upp lýsinsu Bjarna eins og hún birtist í skólaskýrslunni: Þetta skólaár var að ýmsu leyti viðburðaríkt og lasta ég það ekki. Borið var á mig að ég hefði rekið nemendur úr skóla fyrir skoðanir þeirra. Þetta er algjört ranghermi. Nokkrum piltum féll illa viss persónuleg skoðun, sem fram kom á opinberum fundi í skólanum, þar sem þjóðmál voru til umræðu. Þeir gerðu mér þá kosti, að ég tæki aftur tilgreind ummæli mín á þessum fundi, annars færu þeir úr skóla. Ég gat þess, að mig langaði ekki að taka þau ummæli mín aftur, sem talið var í skriflegu skjali til mín, að væru völd að þessari óánægju. Ég kvaðst þess fullviss, að þessi tilteknu ummæli mundu standast strangasta dóm. Hitt væri þeirra mál, hvort þeir héldu máli sínu til streitu, ég myndi rólegur taka afleiðingum minna gerða. Að ekki tókst að koma í veg fyrir þessa fljótræðis- ákvörðun nemendanna, tel ég að hafi verið vegna þess, að sá, sem forustuna hafði, kom til mín kvöld eitt og tilkynnti mér, að allir nema hann væri hættir við að fara, sjálfur kvaðst hann vera óákveðinn. Annar piltur, sem nokkur áhrif mun hafa haft, kom einnig til mín, vildi fá að strika út nafn sitt af skjalinu og kvaðst hvergi fara. Ég trúði þessum piltum báðum. Morguninn eftir kom eng- inn umræddra pilta í kennslustund, um hádegi voru þeir ferðbúnir og fóru. Ég tel mig ekki komast hjá að segja frá þessu í skýrslu þessa árs. Þetta eru allt stað- reyndir, sem ekki geta talizt ádeila. Ég hefi aldrei getað fallizt á að undanskilja nein málefni sem óhæf umræðuefni á málfundum skólafélagsins. Þessu, að minni hyggju sjálfsagða frjálslyndi, fylgir vitanlega það, að inenn verða að þola að heyra skoðanir bæði ljúfar og leiðar, séu ekki allir á eitt sáttir. Hvernig er hægt að hugsa sér jafnrétti í félagi, sem meðal annars nær til þess að rökræða málefni, samhliða uppþoti, ef skoðanir manna falla ekki saman?78 Reykjavíkurblöð birtu fréttir af brottför nímenninganna 15. janúar. Fyrirsagnir lýsa afstöðu þeirra: Þannig er fyrirsögn Morgunblaðsins: ’>Níu skólapiltar fara frá Laugarvatni. Tímamenn glíma við sinn eigin draug“. Vísir: „Níu nemendur hlaupa burt frá Laugarvatni“. Þjóðviljinn: »Jónas frá Hriflu skipuleggur kommúnistaofsóknir í skólunum. Níu rjemendur reknir með yfirlýsingu skólastjórans.“ I Tímanum 21. jan- uar birtist svo greinin „Atburðirnir á Laugarvatni“, byggð á viðtali við Bjarna. Þar er frá því greint að á fundi nemenda og kennara hefði Öjarni í ræðu sinni látið svo um mælt „að nú væru nemendur spurðir hvort þeir vildu vera í áfengis- og tóbaksbindindi. En skólastjóri kvaðst Þ^yndu taka til athugunar að bæta við þriðju spurningunni, hvort þeir ^ddu styðja þjóðskipulagið á lýðræðisgrundvelli. Jafnframt lýsti hann því sem persónulegri skoðun sinni að þeir, sem ekki svöruðu slíkri sPurningu játandi, ættu ekki að njóta jafnmikilla réttinda og aðrir hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.