Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 58

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 58
56 KRISTINN KRISTMUNDSSON ANDVARI þá mjólk sem mötuneytið kaupi frá mjólkurbúinu, nauðsyn sé á full- komnum útbúnaði og öruggu eftirliti til að tryggja gæði mjólkurinnar, en skólastjóraráð sé þó fúst til samninga um kaup á gerilsneyddri mjólk frá Laugarvatnsbúinu „þegar búið leggur fram fullnægjandi viðurkenn- ingu viðkomandi heilbrigðisyfirvalda, þar á meðal skólalæknis“.98 Þrátt fyrir þessar undirtektir, svo langt sem þær náðu, duldist Bjarna ekki tregða skólastjóranna. I fyrrnefndu bréfi hans frá 24. febrúar 1962 koma fram vonbrigði vegna bréfsins frá 12. okt. og hann segir sig hafa brostið kjark til að halda áfram og hafa ákveðið „að leggja málið á hill- una í bili að minnsta kosti“. Bréf Bjarna, dagsett rúmum fjórum mán- uðum eftir bréf skólastjóranna, lýsir skapgerð hans vel. Svo mjög sem hann vildi halda mjólkursölunni til streitu hefur dómgreind hans skynjað að tíminn vann gegn honum. Mjólkurmálið hefur greinilega skyggt á þá hugsjón hans að á Laugarvatni skyldi vera bú til fyrirmyndar og stað- arprýði í tengslum við skólasetrið. Segja má að frá því hafi verið horfið 1953 þegar ákveðið var að héraðsskólinn hætti búskap, hugsanlega í óþökk Bjarna sem hugðist bæta fyrir slík mistök með því að reka búið sjálfur svo að Laugarvatni væri gagn og sómi að. Fylgi við þá hugsjón fékk hann með byggingu og staðsetningu nýrra gripahúsa. Samt rætt- ust búskapardraumar hans ekki. Páll Lýðsson nefnir þá skýringu í ald- arminningu Bjarna 1989 að á síðustu árum hans hafi mannahald verið orðið erfitt á stórbúum eins og þeim sem hann vildi reka.99 Hjarðfjósið var nýjung sem krafðist ekki síður en eldri fjósin nákvæmni við hirð- ingu kúnna og eftirlits með heilbrigði þeirra. I þessu efni sem mörgum öðrum sá Bjarni raunar lengra fram en flestir samtímamenn hans: Nú, hálfri öld síðar, þykja þau fjós best og afurðamest þar sem kýr ganga allar lausar og heimsækja mjaltaþjón sinn sjálfar þegar þeim hentar best. En tími þeirra var ekki kominn. Fyrrnefnd friðunarsjónarmið, andstaða gegn ætlaðri ofbeit og hvers kyns lausagöngu búfjár settu búinu einnig skorður sem erfitt reyndist að búa við með vaxandi byggð á staðnum. A skólanefndarfundi héraðsskólans 13. janúar 1964 var lesið bréf frá Bjarna Bjarnasyni þar sem hann kunngerði þá ætlun sína að segja jörð- inni lausri og lýsti hug sínum til þess að Þorkell, sonur hans og hrossa- ræktarráðunautur Búnaðarfélags Islands frá 1961, fengi ábúðarréttinn. Þorkell hafði búið á Laugarvatni í félagi við föður sinn frá 1961, hann átti, þegar hér var komið sögu, féð og flest hrossin.100 Bjarni mætti á fundinn til viðræðna um málið. Formaður spurði þá Böðvar Magnússon, sem sat í skólanefndinni, hvort hann hefði gefið eftir rétt sinn til að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.