Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 66

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 66
64 KRISTINN KRISTMUNDSSON ANDVARI heim til mín og sagði umbúðalaust: „Kristinn. Sæktu um Laugarvatn.“ Mér brá við og svaraði hikandi að ég óttaðist að svo erfitt starf kynni að verða mér ofviða. Svarinu gleymi ég ekki: „Ungir menn mega ekki sí og æ vera að leita sér að værðarvoðum.“ Samtalið varð ekki miklu lengra en ég man að Bjarni bauð mér að koma og ræða við sig hvort sem eitthvað yrði af breytingu á mínum högum eða ekki. Af þeim við- ræðum varð því miður ekki vegna hins óvænta fráfalls hans 2. ágúst 1970. ✓ A útfarardegi Bjarna, 8. ágúst 1970, urðu margir til að minnast hans á opinberum vettvangi. Lokaorð þáverandi skólameistara Menntaskólans að Laugarvatni, Jóhanns S. Hannessonar, sýna hvernig verk Bjarna á Laugarvatni komu fyrir sjónir manns sem bar af öðrum að víðsýni og þekkingu á skólamálum utan lands sem innan: Um eitt deildum við Bjarni aldrei: menntunarþörfina, sem öllum skólunum á Laugarvatni var frá upphafi ætlað að sinna. I augum manns í minni stétt er starfið í þágu skólamála strjálbýlisins mikilvægasti þátturinn í ævistarfi þessa mikla athafnamanns. Á því sviði er enn mikið starf að vinna, bæði um stefnu- mótun og framkvæmdir, og skuldin við minningu Bjarna Bjarnasonar verður ekki betur greidd en með áframhaldandi starfi á áhugasviði hans. Úrræðin aðskilja kynslóðirnar en síóleyst vandamálin tengja þær. Menntaskólinn að Laugarvatni kveður upphafsmann sinn með þökk og virðingu og blessar minn- ingu hans sem frumherja lifandi málstaðar.109 Mér er fullljóst að mikið vantar á að lífi og starfi Bjarna Bjarnasonar hafi verið gerð þau skil í þessari ritgerð sem efni standa til og vert væri. Ævisaga hans, byggð á ýtarlegri rannsókn, yrði miklu stærra ritverk og gæfi gleggri mynd af honum sjálfum og samtíma hans. Hér hefur verið dvalist við þau störf sem helst hafa haldið nafni hans á lofti og þá hafðar í huga framfarahugsjónir aldamótamanns sem lætur sér ekkert mannlegt óviðkomandi, tekur það hlutverk alvarlega að bæta mannlífið og lætur einskis ófreistað í þeim tilgangi. Hann skynjar ungur að til þess er menntun almennings tækið sem mestu varðar. Það hefur orðið gæfa ótal margra að Bjarni Bjarnason ákvað að helga því tæki krafta sína. Og með farsælu og öflugu skólastarfi á Laugarvatni sem annars staðar njóta komandi kynslóðir ávaxtanna af verkum hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.