Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 87

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 87
andvari „HVAÐ TÁKNAR ÞÁ LÍHÐ?“ 85 Orðalagið „veruleikinn bak við veruleikann“ minnir óneitanlega eindregið á hugtakanotkun tilvistarheimspekinganna, m.a. Pauls Tillich35 sem talar um „God above god“ og „being itself“ og hjá Gabriel Marcel er hugtakið handanlægni (transcendence) lykilhugtak: veruleiki sem birtist manninum sem leyndardómur og gegnsýrir lífið allt í stóru sem smáu, vitund um að handan hins skiljanlega sé eitthvað annað og meira þar sem manninum er óhætt, þar sem tilvist hans er ekki ógnað heldur þvert á móti, þaðan sem honum kemur vonin, draumurinn um lausn, tilgangur og merking og þar sem svar er að finna við spurningu skáldsins í ljóðinu „Eins og gengur“ (1934): „Hvað táknar þá lífið, með ást sína og yl, / og öll þessi börn, sem að drottinn gefur?“ Undir hrjúfu yfirborði afneitunarinnar sem er svo augljós og áberandi í ljóðum Steins fram eftir aldri er eindregin og áleitin spurning um tilgang og merkingu og í þeirri spurningu - með þverstæðukenndum hætti - er fólgin ákveðin von, hugboð og óljós vitund um að svarið sé aldrei langt undan. Þessi vitund um handanlægni er sterk í ljóðum Steins. Óneitanlega minnir hann í þessu efni á einn borðnaut sinn í Unuhúsi, Halldór Laxness, sem slær sömu strengi í verkum sínum. Um Stein Elliða í Vefaranum mikla frá Kasmír segir: „Hugur hans dregst að „... þeim veruleik sem hylst að baki sköpunar- verksins og ljómar á ásýnd hlutanna“.36 Hinn eilífi veruleiki að baki sköp- unarverkinu er það sem hann þráir innst inni.37 Halldór lætur skína í þessa hugmyndafræði vítt og breitt í verkum sínu, nefna má Sölku Völku: veruleik- inn er að sönnu á Óseyri en til er annar raunveruleiki sem er „veruleikinn bak við veruleikann11.38 Meðal sýnilegra áhrifa frá klausturdvöl Halldórs er dulhyggjan sem var þáttur í heimspeki og guðfræði miðalda en ekki andstæða heimspekilegrar hugsunar. Dulhyggjan gefur mörgum textum Halldórs hvort tveggja í senn: framandi blæ og andlega dýpt. Hugtök og myndlíkingar eins og „hinn hreini tónn“, „hið Eina“, „frumhreyfill veruleikans“, „veruleikinn bak við veruleikann“, „æðri heimur, bak við heiminn“, „undarlegur hljómur á bakvið alheiminn" og fleira skylt má rekja til þeirrar hefðar sem alla tíð hefur verið sterk í kristnum klaustrum og í klassískri guðfræði og þá ekki síst í miðaldaguðfræði og kristnum miðaldabókmenntum - og í tilvistarstefnu tuttugustu aldar. Grunnur hennar er að stórum hluta platónsk og nýplatónsk heimspeki.39 Það er ekki ólíklegt að áhrifin frá Stefáni frá Hvítadal og frá Halldóri Laxness, að ógleymdum Gabriel Marcel skili sér hér í síðustu og þroskuðustu ljóðum Steins Steinarr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.