Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 94

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 94
92 GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ANDVARI sé ekki talinn „í ykkar hópi“ heldur „skringilegt sambland af fanti og glópi“. En svo koma málsbæturnar: hann segist „langt að kominn úr heimkynnum niðdimmrar nætur, / og niður í myrkursins djúp liggja enn mínar rætur“. I „heimkynnum niðdimmrar nætur“ hófst sem sé þessi ferð án fyrirheits sem þarna er afstaðin. í næsta ljóði á undan þessu, Tveimur skuggum, yrkir Steinn eins og stundum áður um samskipti sín við heiminn og undarlegan samruna: Og eins og stundum áður koma í lokin drungaleg og torskilin skilaboð frá fjarlægri rödd sem spáir því að hann eigi að vísu í vændum að „hverfa í heimsins skugga“ en hins vegar muni líka heimurinn „hverfa í skugga þinn“3. í ljóðinu þar á undan - / draumi sérhvers manns - er svipuð hugsun, nema þar á sér stað samruni draums og manns. Sömu gagnvirku ummyndanir eru hvarvetna í bókinni - í ljóðinu Ham- ingjan og ég, nema þar fær hamingjan loks vestfirskan framburð þegar skáld- inu hefur tekist að tileinka sér þann sunnlenska; í ljóðinu / kirkjugarði þar sem óvissa ríkir um það hvor dó, syrgjandinn eða líkið; í ljóðinu Heimurinn og ég þar sem „ólán mitt er brot af heimsins harmi,/ og heimsins ólán býr í þjáning minni“; og í ljóðinu Þjóðin og ég þar sem líf hans er aðeins „tákn- mynd af þessari þjóð, / og þjóðin sem heild er tengd við mitt ókunna ljóð“. Hér er hann staddur: í þann mund að gerast hluti af heiminum/þjóðinni/ hamingjunni/draumnum og þessi fyrirbæri þar með hluti af honum. Þessar stöðugu ummyndanir eru með öðrum orðum sú ferð sem hófst í „heimkynn- um niðdimmrar nætur“. Það orðalag leiðir hugann að ævisögu Steins eftir Gylfa Gröndal, en hafi maður lesið hana er freistandi að tengja þetta myrka upphaf ömurlegum bernskukjörum.4 í þriðja erindi Undirskriftar heldur hann áfram að gera grein fyrir sjálfum sér vafningalaust og af einlægni. Upphafsins í myrkrinu segist hann bera „að sjálfsögðu ævilangt óbrigðult merki“ og minnir á að örlög hvers manns móti verk hans. í lokin koma svo frægar línur: Það var lítið um dýrðir og næsta naumt fyrir andann. Mitt nafn er Steinn Steinarr, skáld. Ég kvaðst á við fjandann. (Kvœðasafn og greinar, bls 162.) Fyrri línan hefur að geyma dæmi um stílbragð sem Steinn hafði miklar mætur á og má kannski segja að sé nokkurs konar „falskur hortittur“. Vísuorðinu virðist hnoðað framan við hina öflugu lokalínu og frasinn „Það var lítið um dýrðir“ er svo lítilfjörlegur í þessu samhengi að það er naumast einleikið. Skáldið notar þannig útjaskaðan talsmálsfrasa í óvæntu samhengi kringum mjög dramatískar línur svo að útkoman verður klassískur og útsmoginn úrdráttur kringum útmálun þjáningarinnar, svolítið eins og dauft bros út í annað sem færir okkur nær skáldinu. Ljóðið verður fyrir vikið meira í líkingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.