Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 98

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 98
96 GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ANDVARI til blessunar Sogsvirkjun sem hann var þó algerlega andvígur í hjarta sér - svo mjög að seinasta alvöru ljóðabók hans Fljótið helga frá 1950 má heita sam- felldur dýrðaróður til hins óbeislaða Sogs. Steinn Steinarr hafði forakt á þess háttar skáldaskyldum og setti sig ekki úr færi að yrkja sem háðuglegastar skopstælingar á hátíðakveðskap - og reyndar líka ljóðagerð Einars Ben. Ljóðið Afturhvarf í Ferð án fyrirheits er hins vegar tilraun til að yrkja einlægt ættjarðarljóð. Svona hefst það: Ó, græna jörð, ó mjúka, raka mold, sem myrkur langrar nætur huldi sýn. Eg er þitt barn, sem villtist langt úr leið, og loksins kem ég aftur heim til þín. (Kvœðasafn og greinar, bls 145) Aftur þessi langa nótt og aftur andstæður lífsmagnsins í jörðinni, moldinni, og hrjósturs „naktra kletta og auðnir sands“ eins og segir síðar í ljóðinu. Það endar svo á því að skáldið hálfpartinn hrópar upp yfir sig: „Mitt fólk, mitt land, minn himinn og mitt haf!“ segist nú kominn heim, drúpir höfði og biðst fyrirgefningar. Sé þetta kvæði tilraun til að yrkja sig í sátt við átthagana, land og þjóð, er engu líkara en að Steinn reyni í kvæðinu Landsýn 26. 5. 1954 að yrkja sig í ósátt við land og þjóð. Það er einkennilega tvíátta ljóð. Þar kallar hann ísland draum sinn, þjáningu og þrá og „vængjaða auðn“. Síðan gerir hann þá játn- ingu að hér sé staður hans, líf hans og lán og hreinlega krýpur fyrir „þér, mín ætt og mín þjóð“ - rétt eins og hann gerði í Afturhvarfi. En rétt í þann mund sem við lesendur búumst til að breiða út faðminn og sættast við skáldið eftir allt sem á undan er gengið hrópar hann upp svo við hljótum að frjósa í spor- unum því í tvær síðustu línurnar leggur hann allan sinn orðagaldur til að lýsa yfir andstyggð sinni og ógeði. Ó, þú skrínlagða heimska og skrautklædda smán, min skömm og mín tár og mitt blóð. (Kvœðasafn og greinar, bls 213) Þannig endar kvæðið eins og það hófst: á þremur nafnorðum með eignarfor- nafni á undan. Draumur, þjáning og þrá endar með orðunum skömm, tár og blóð - með viðkomu í orðunum staður, líf og lán. Við getum ímyndað okkur mann sem kemur með skipi og sér landið fagra - hina vakandi og vængjuðu auðn og víðernin blá. Hann fagnar og hugsar: minn... minn... minn... Og býst til þess að játa um síðir að hér sé þrátt fyrir allt sá staður sem lán hans sé bundið við en á síðustu stundu þyrmir allt í einu yfir hann - kannski þegar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.