Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 143

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 143
ANDVARI BRAUTRYÐJANDINN TORFHILDUR Þ. HÓLM OG SÖGULEGA SKÁLDSAGAN 137 undirritaður JJ, sem var Jónas Jónasson, síðar prestur á Hrafnagili. Þar kemur glögglega fram tíðarandinn í viðhorfi til kvenna og ritstarfa þeirra: „Það er heldur nýtt fyrir oss íslendingum, að konur hér á landi gjörist rithöfundar; þær hafa jafnan haldið sér frá slíku, og er hér jafnvel drottnandi sú skoðun, að það sé konum ósæmilegt að fást við ritstörf, og heyri ei til þeirra verksviðs. Menn halda að þær eigi að gera grauta, sauma spjarir og gera sitthvað innanbæjar og svo eigi annað. Vér eigum reyndar tvö dálítil ljóðasöfn eptir konur, en þau eru þeim til lítils ágætis, og hafa ekkert frumlegt eða fagurt í sér fólgið.“ „Sanngjarn“, sem var Valtýr Guðmundsson síðar prófessor, tók upp hansk- ann fyrir Torfhildi og birtist andsvar hans í ísafold sama ár. Honum verður tíðrætt um lærða menn og óskólagengnar konur. Lokaorð ritdómsins eru: „Það er eptirtektarvert að óskólagengin kona skuli fyrst verða til að skýra fyrir oss sögu vora, þar sem svo mikill fjöldi er af lærðum mönnum, er hafa látið það ógjört, og það væri sannarlega órjettlátt af oss, ef vjer ætluðum að drepa slíkar tilraunir með vanþakklæti, og með því að heimta af konum þá fullkomnun, sem vjer með engum rjetti getum heimtað.“ Vinslit urðu með Torfhildi og Rannveigu sem leiddu til þess að Torfhildur bjó ein í fjögur ár. Hún vann fyrir sér með kennslu í hannyrðum, hélt áfram ritstörfum og lifði við þröngan kost. Torfhildur lærði að mála vestanhafs og fékkst nokkuð við það en verk hennar seldust ekki. Varðveist hafa bréf Rannveigar Briem til Eggerts bróður síns. Þau birtust í bókinni Konur skrifa bréf. Hún fjallar nokkuð um Torfhildi, segir að hún hjálpi sér við verkin á morgnana en sitji við lestur og ritstörf eftir hádegi. Á einum stað skrifar hún að kröfur Torfhildar til lífsins séu meiri en margra annarra þar sem hún hafi vanist góðu, hún vilji eiga kjóla úr silki og flaueli. Hið versta við líf hennar sé þó einstæðingsskapur hennar. Næsta skáldsaga Torfhildar, Elding, er viðamesta verk hennar, 773 bls. að lengd. Eftirmálinn er dagsettur í Winnipeg 1889. Torfhildur fluttist til íslands sama ár og settist að í Reykjavík. Rannveig ritar Eggerti bróður sínum bréf 30. apríl 1889 þar sem hún segir að hann eigi von á fornkunningja sínum Mrs. Hólm en hún sé hrædd um að hann hafi litla ánægju af henni: „Mér finnst sem sú frægð, sem hún ímyndar sér að hafa fengið með ritstörfum sínum, ekki hafa verkað vel á hana. Hún er í allmiklum metum hjá almenningi, en ekki hefir henni heppnast að eignast vini eða kunningja, sem hænast að persónu hennar.“ Rannveig skrifar að Torfhildur sé tortryggin í garð annarra og haldi að aðrir vilji gera henni illt. Eggert reyndist Torfhildi vinur í raun og las m.a. yfir handritið af Eldingu. Varðveist hefur dagbókarbrot Torfhildar frá síðasta ári hennar vestanhafs og fyrsta ári hennar á íslandi. Þar lýsir hún í fáum orðum daglegu lífi sínu og einmanaleik. 11. nóvember 1889 skrifar hún: „Þá er sá stóri dagur kom- inn, að síðasta blað handritsins fór í prentun, og er það kraftaverk drottins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.