Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 150

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 150
144 GERÐUR STEINÞÓRSDÓTTIR ANDVARI frá Gaulverjabæ, mágur biskups, og segir honum þau tíðindi að Ragnheiður dóttir hans hafi alið son í Bræðratungu og sagt Daða Halldórsson föður að. Eftir langa þögn varð biskupi að orði: „Mala domestica majora sunt lacrimis.“ (Heimilisböl er þyngra en tárum taki).) Espólín greinir frá því að Torfi prófastur hafi sagt biskupi tíðindin. Litlu síðar átti Daði tvíbura við vinnukonu einni á staðnum, er minniháttar var, dóttur Sveins Sverrissonar, staðarsmiðs gamla; „varð biskupi það með öðru til sturl- unar, að hann hefði tekið hina leiðustu ambátt jafnframt með dóttur sinni.“ Eiðurinn er söguleg staðreynd og frá honum segir Espólín skilmerkilega: „Það jók þó miklu á, að dóttir hans hafði að hans ráði, er hann vissi ei annað, en hún væri saklaus, en máske orð nokkuð hafi verið ákomið, svarið fyrir allt karlmannafar, og ei lengri tíð áður en hún ól barnið, en svara mundi tæpum meðgöngutíma.“ Síðan greinir Espólín frá áhrifum þessa: „Bar hann varla jafnrétt höfuð síðan, en dóttir hans þó miklu síður; segja sumir, þó vér vitum ei fullan sann á því, að honum muni orðið hafa skapbrátt við hana, en það ei svo mjög að undra, þó verið hafði nokkurt hæfi í, er í venju var í þann tíma að beita ærinni hörku við unglinga og börn, helst fyrirmanna, og þó alvöruminni menn og minniháttar ætti hlut að, en Brynjólfur biskup var, og með minni göllum væri hagur þeirra en þetta var: en það er ljóst að hann fékk á sama ári bréf Friðríks konungs þriðja henni til uppreisnar og að hún mætti njóta kristilegra fríheita, sem ráð hennar væri óspjallað.“ Torfhildur sneiðir hjá eiðnum, sem er merkilegt, því að höfundi hefur verið fullkunnugt um hann. Eftir að Brynjólfur fær vitneskju um barn Ragnheiðar og Daða kemur nokkurra mánaða eyða í frásögnina. Brynjólfur hefur elst, skegg hans er tekið að grána, honum finnst hann berskjaldaður og fyrirlitinn. Þannig snýst sagan fyrst og fremst um tilfinningar biskups. Þótt Ragnheiður hafi fengið náðarbréf frá konungi vill Brynjólfur ekki fyrirgefa henni. í því er ógæfa hans fólgin. Það kemur fram í sögunni að Ragnheiður hefði getað staðið opinberar skriftir á kirkjugólfinu fyrir brot sitt, en biskup hlíft henni við þeim. Höfundur rýfur frásögnina með hugleiðingu sinni: „En hvað kom til að jafnstrangur og réttvís maður og meistari Brynjólfur var hlífði dóttur sinni við opinberum skriftum? Var það föðurástin sem þar talaði? Vér þorum nærri að segja nei til þess, því að af henni sýndi hann lítið um þessar mundir. Mun það ekki heldur hafa verið hans eigin sómatilfinning, sem leið óbætanlegt sár við að sjá barn sitt standa á kirkjugólfi og biðja söfnuðinn fyrirgefningar, - þann söfnuð er enn átti hann fyrir höfuð og andlegan hirði og hafði átt hann margt hamingjusamt ár?“ Andstætt viðhorf kemur fram hjá hinum göfuga Þórði biskupssyni. Hann segir að Ragnheiður hafi verið náðuð og vill kvæn- ast henni, segist elska hann meira eftir að óhamingjan barði að dyrum. Ætla má að það viðhorf brjóti í bága við aldarháttinn. - En það er höfnun föðurins sem leiðir til dauða Ragnheiðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.