Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 158

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 158
152 SVERRIR JAKOBSSON ANDVARI Hlutskiptið sem þeir nafnar völdu sér var hins vegar ekki auðvelt og á það reyndi mjög næstu tvo áratugina þegar nánast fullkomin kyrrstaða ríkti í málefnum Islands. Þjóðfundurinn hafði neitað að fallast á frumvarp dönsku stjórnarinnar, en danska stjórnin var ekki heldur tilbúin að fallast á hugmynd- ir íslendinga um sjálfstæði landsins í eigin málum. Langt þrátefli var hafið. „Megum til að skoða viðreisn okkar mögulega og það á morgun“ Bréfin sem fóru á milli Jóns Sigurðssonar og Jóns Guðmundssonar næstu áratugina eru heimild um afstöðu þeirra sem leiddu sjálfstæðisbaráttuna á tímum þráteflis. Eindregin afstaða þeirra á þjóðfundinum gerði það að verk- um að danska ríkisstjórnin var í vandræðum varðandi þau skref sem hún ætti að stíga næst. Hlutverk forystumannanna var ekki öfundsverðara; þeir þurftu að stappa stálinu í landsmenn og viðhalda trúnni á að sigur myndi vinnast að lokum. Um miðjan 6. áratug 19. aldar, við upphaf tímans sem þessi bók nær til, er nokkur þreyta í Jónunum báðum. Jón Sigurðsson mætti ekki til alþingis 1855 og þótti nafna hans það mjög miður, eins og kemur fram í bréfi 1. mars 1856 taldi hann sig margsinnis hafa sagt og skrifað nafna sínum „og segi það satt, að eg dugi ekki til að vera Oddviti einn míns liðs eða án þess að hafa aðra mér betri eða jafngóða mér, til að styðjast við, til þess er eg hvorki nærri nógu vel að mér og kaldur og öruggur“ (bls. 15). Hannes Stephensen var kjörinn forseti alþingis 1855, að ráði Jóns Sig- urðssonar sem Jón Guðmundsson fylgdi einnig „en hefði þíngmenn látnir sjálfráðir vissi eg það vel að eg hefði fengið flest atkvæði; - eg vildi það ekki þá - auk þess sem eg respecteraði þinn vilja í því efni, - og eg vil það ekki enn“ (bls. 46). Persónulegar vinsældir hans gerðu það svo að verkum að Jón Guðmundson fékk fleiri atkvæði en Jón Sigurðsson sem forseti alþingis árið 1859. Jón Guðmundsson virðist þó aldrei hafa sóst eftir því að leiða baráttuna einn. Arið 1863 fékk séra Halldór Jónsson, dyggur liðsmaður Jóns forseta, fleiri atkvæði en hann í forsetakjöri á alþingi og virðist Jón Guðmundsson ekki hafa kippt sér upp við það. Þegar maður les bréfaskipti nafnanna, bæði í gegnum bréf Jóns Sigurðs- sonar, sem komu út í tveimur bindum 1911 og 1933, og nú frá hinni hliðinni, frá sjónarhorni Jóns Guðmundssonar, vekur athygli hversu staðfastir þeir voru báðir í því að sjálfstæðisbaráttan væri grundvallarframfaramál íslendinga og að hún ætti að hafa forgang umfram allt annað. Ef málin hefðu þróast á annan veg væru þeir nafnar kannski núna álitnir einstrengingslegir byltingarmenn en ekki sveigjanlegir „nútímastjórnmálamenn“. En markmið þeirra náðist á endanum og þeir urðu að þjóðhetjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.