Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 160

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 160
154 SVERRIR JAKOBSSON ANDVARI meðal íslendinga en þeir nafnar sættust þó fljótt og sagði Jón Guðmundsson að sig hefði „ekkert tekið sárar um dagana, heldr en ágreiningurinn okkar í kláðamálinu“ (bls. 112). A hinn bóginn dró skoðanamunur þeirra í hinu svo kallaða „fjárhagsmáli“, sem kom fyrir alþingi 1865, meiri dilk á eftir sér. Jón Sigurðsson vildi hafna stjórnarfrumvarpi um fast árstillag Dana til íslands, en Jón Guðmundsson vildi samþykkja frumvarpið með viðunandi breytingum. Þetta líkaði nafna hans illa, og þótti honum sem Jón Guðmundsson væri „ekki sem fastastur á fótunum“ í málinu (Minningarrit aldarafmœlis Jóns Sigurðssonar, bls. 394). Eftir sem áður náði Jón Sigurðsson að tryggja sér meirihlutastuðning á alþingi og frumvarpinu var vísað frá. Greinilegt er að Jón Sigurðsson átti erfitt með að fyrirgefa Jóni Guðmunds- syni sjálfstæða afstöðu hans í fjárhagsmálinu, sem fyrir honum var einungis sérviska. Eins og Lúðvík Kristjánsson hefur sýnt fram á, í Sögu 1992, þá lagðist forseti svo lágt að skrifa nafnlausa pistla gegn Jóni Guðmundssyni í íslensk blöð en gætti þess að þeir væru ekki auðraktir til sín (sjá Lúðvík Kristjánsson, „Misklíð milli vina“, bls. 216). A tímabili virðist Jón forseti hafa óttast að Jón Guðmundsson hefði „mik- inn flokk bak við sig og sá flokkur muni sigra á næsta þingi“ (.Minningarrit aldarafmœlis Jóns Sigurðssonar, bls. 413) Raunin varð hins vegar önnur, Jón Guðmundsson einangraðist í íslenskum stjórnmálum. Hann var ekki kos- inn einn af varaforsetum alþingis 1867, en hafði þá ýmist verið forseti eða varaforseti þingsins í rúman áratug. Síðan missti hann þingsæti sitt í alþingis- kosningum 1869 og taldi Jón forseti að hann hefði „gert nokkuð til að verð- skulda það, þar sem hann fór að káfsast upp á mig að ósekju og dreifa með því okkar flokki og rjúfa samheldi okkar nafnanna" (Minningarrit aldarafmœlis Jóns Sigurðssonar, bls. 478). Þegar Jón Sigurðsson stofnaði stjórnmálasamtök árið 1871, Þjóðvinafélagið, þá hafnaði nafni hans því „að vera meðlimur hins heiðraða félags“ og taldi að reynslan af stefnu félagsins „verði að minni ætlan næsta dýrkeypt landi voru“ (sjá Lúðvík Kristjánsson, „Misklíð milli vina“, bls. 212-13). Þó var hann kosinn í stjórn félagsins 1873 og má þá telja að pólit- ískri eyðimerkurgöngu hans hafi verið lokið. Persónuleg vinátta Jónanna beið nokkurn hnekki við þetta, en upp úr 1870 tókust sættir á milli þeirra á ný. Þeir áttu þó aldrei fyllilega pólitíska samleið eftir þetta, en eftir að vinátta þeirra var endurnýjuð gerði Jón Guðmundsson upp skoðanaágreining þeirra í seinustu bréfunum sem þeim fóru á milli. í október 1872 segir hann að í stjórnmálum sé hann „nokkurs konar vængbrotin æður“ (bls. 337) og telur „eins fyrir báðum okkr í pólitíkinni. Þú skilr ekki í mér, eg ekki í þér“ (bls. 339). í september 1874 skrifar Jón Guðmundsson Jóni forseta og er mat hans að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.