Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 164

Andvari - 01.01.2008, Blaðsíða 164
158 KRISTJÁN B. JÓNASSON ANDVARI miðja tuttugustu öld hafi verið einungis skiljanlegar sem íhaldssamt viðbragð við nútímanum. Um leið sneiðir Þorsteinn blessunarlega frá þeim mörgu skilgreiningarpyttum sem bíða þeirra sem hengja sig í spurningar á borð við „hvað er nútímaljóðið"? En um leið þarf Þorsteinn að gera grein fyrir hinum sögulega veruleika nútímaskáldskaparins, hvað það sé sem Sigfús er að gera í ljóðum sínum og reyna að svara spurningunni af hverju ljóðin eru eins og þau eru. II. Sigfús Daðason var ekki mikilvirkt skáld miðað við að hann hóf feril sinn aðeins 23 ára gamall. Hann orti hins vegar jafnt og þétt alla ævi og þrátt fyrir annir á öðrum vettvangi missti hann aldrei trú á tjáningarmöguleikum Ijóðsins. Þær sex ljóðabækur sem liggja eftir hann mynda eitt heildstæðasta og sérstæðasta höfundarverk íslenskrar bókmenntasögu og það er ekki auð- hlaupið að nálgast þennan þéttofna ljóðheim. Þorsteinn velur til þess tvær meginleiðir. Annars vegar leið sem hann talar um sem „ævisögulega“ og hins vegar leið samanburðarbókmenntafræðinnar. Fyrri leiðin er raunar ekki rétt- nefnd „ævisöguleg“ og þegar Þorsteinn ræðir hana framarlega í bókinni (bls. 71) er hann um of með hugann við umræðuna eins og hún fór fram innan vébanda nýrýninnar á blómaskeiði hennar um miðja 20. öld. Ég held að það séu vart margir sem stundi bókmenntafræði á okkar tímum sem telji að rann- sókn á persónusögu höfundar sé einhvers konar brot á prótókolli og að það sé almennt skoðun flestra að félagsleg og söguleg umgjörð textanna og sköp- unarsögu þeirra sé mikilvægur þáttur til skilnings á þeim. Þorsteinn ræðir einnig þessi atriði líkt og hann sé að réttlæta mjög þrönga persónusögulega nálgun á textana en ekki endurskapa að einhverju leyti félagslega umgjörð þeirra eða það sem kalla mætti „orðræðulega stöðu“: bókmenntasögulegt samhengi í víðasta skilningi þess orðs. I raun beitir Þorsteinn þess háttar nálgunum þegar hann túlkar ljóð Sigfúsar en á hinn bóginn reifar hann ekki mjög náið forsendur slíkrar félagslegrar eða sögulegrar greiningar, né beitir henni skipulega. Þótt til sanns vegar megi færa að það sé efni annarar bókar, er áberandi hve stjórnmálaafstaða Sigfúsar og skrif hans á þeim vettvangi eru lítið rædd miðað við að þetta tvennt virðist skipta miklu fyrir skáldskap hans á sjötta og sjöunda áratugnum. Sjálfsagt eru ekki mörg hérlend skáld sem upplifðu mótsagnir persónulegra aðstæðna og stjórnmálasögu jafn náið og Sigfús. Tryggð hans og vinátta við Kristin E. Andrésson, sem aldrei „bilaði“, hvorki í „Ungó“ né „Tékkó“, virðist hafa staðið í hróplegri mótsögn við sannfæringu Sigfúsar og ljóst má vera að í menningarlegum efnum skildu einnig leiðir. Samt unnu þeir saman og virðast vera samhentir um útgáfustefnu Máls og menningar allan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.