Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1956, Blaðsíða 44

Andvari - 01.01.1956, Blaðsíða 44
40 Guðmundur Gíslason Hagalín ANDVARI hvort ríkisstjómin vildi vinna að því, að Sambandslagasamningn- um yrði sagt upp eins fljótt og lög stæðu til, „og í því sambandi ihuga eða láta íhuga sem fyrst, á hvern hátt utanríkismálum vorum verði komið fyrir, bæði sem haganlegast og sem tryggi- legast, er vér tökum þau til fulls í vorar hendur." Þegar Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra og talsmenn þingflokkanna höfðu svarað fyrirspurninni, var Benedikt Sveinsson fljótur að segja umræðu slitið. í sömu svifum bað einn þingmaður um orðið, en Benedikt lét sem hann yrði þess ekki var, því að hann þóttist vita, að þingmaðurinn hygðist snúa umræðunum til flokkslegs framdráttar. Benedikt Sveinsson tryggði þannig virðulega og ein- huga afgreiðslu málsins. Uggur Benedikts Sveinssonar urn hættuna af Sambandslög- unum varð í reyndinni ástæðulaus, en því má ekki gleyma, að sitthvað hefði getað farið á annan veg, ef ekki hefðu verið til menn, senr sífellt áminntu Alþingi og þjóðina sjálfa um það að sofna ekki á verðinum eða láta gjörningaþoku flokkadrátta fela sér lokamark irelsismálanna. Þakkarskuldin við Benedikt Sveins- son var og viðurkennd á lýðveldishátíðinni 1944, þá er hátíða- nefndin fól honum að halda eina aðalræðuna á Þingvelli hinn 17. júní. Talaði Benedikt af mikilli mælsku. „Aldrei hefur dýr- legri dagur risið yfir þjóð vora og land, síðan lýðveldi var fyrst stofnað í árdaga," mælti hann. Hann lýsti hinni erfiðu baráttu, hvernig „leiðar nornir skópu oss langa þrá,“ unz fullt frelsi var endurheimt á þessurn degi. Og minnugur fornra víta hvatti hann þjóð sína þannig: „Látum samhug þann og þjóðareining, sem endurheimt hefur lýðveldi Islands, festa sannhelgan þjóðaranda í brjósti vorrar frjálsu þjóðar, við einhuga leit sannleika, drengskapar og rétt- lætis. Hölnum sundrung og hleypidómunr." 1 nokkrum málum, sem Benedikt Sveinssyni fannst miklu varða, lét liann að sér kveða í umræðum, eftir að hann var orðinn forseti neðri deildar, og sótti hann þau af því kappi, sem hann var áður kunnur að á Alþingi. Má þar einkum nefna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.