Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1954, Síða 92

Andvari - 01.01.1954, Síða 92
88 Bjöm Þórðarson ANDVARI upp, en þau hljóða þannig: „Þar sem íslendingar geta ekki sjálfir varið land sitt, en reynslan hefur sýnt, að vamarleysi landsins stofnar öryggi þess sjálfs og friðsamra nágranna þess í voða, og þar sem tvísýnt er um alþjóðamál, hefur Norður-Atlantshafs- bandalagið farið þess á leit við ísland og Bandaríkin, að þau geri ráðstafanir til að látin verði í té aðstaða á íslandi til varnar landinu og þar með einnig til vamar svæði því, sem Norður- Atlantshafssamningurinn tekur til, með sameiginlega viðleitni aðila Norður-Atlantshafsbandalagsins til að varðveita frið og ör- yggi á því svæði fyrir augum“. Þótt þessir viðburðir síðustu ára í stjómmálasögu vorri séu kunnir öllum íslendingum, sem komnir eru til vits og þroska, eru þeir til yfirlits raktir hér í samhengi, til þess að glögglega sjáist framvinda og hraði þeirrar þróunar, sem leitt hefur lsland inn í það hernaðarsamfélag, sem vér búum nú við. Að vísu kunnum vér íslendingar því vel, að vera metinn fullgildur aðili í samfélagi þjóðanna, en hinsvegar er það óneitanlega kynlegt fyrir vopnlausa þjóð að vera aðili í hemaðarbandalagi. En hver verður að koma til dyranna eins og hann er klæddur. Þjóðir beggja megin Norður-Atlantshafsins hafa tekið höndum saman um sameiginlegar vamir til varðveizlu friðar og öryggis, og í því augnamiði er hemaðarleg aðstaða á íslandi þeim nauðsynleg. Það er því næsta eðlilegt, að ísland sé meðal þeirra aðila, sem að þessu öryggisbandalagi standa. En það auðkennir íslenzka ríkið frá samaðilum þess, að framlag þess er aðeins land og hafnir en hvorki menn né vopn. íslendingum varð það ljóst, að aldahvörf urðu í samskiptum þeirra við umheiminn, er einangrun landsins lauk með loftbrú flugskipanna yfir úthöfin og fulkomnun kafskipanna, sem sam- tímis tóku að laumast um hin sömu höf til spellvirkja á styrjaldar- tímum. Við þessa breytingu á samgöngutækjum þjóðanna varð gildi þessarar fyrr einangruðu eyjar allt annað en áður var. Og raun varð sögu ríkari, er tvö stórveldi heimsins tóku ísland í vörzlu sína sér til öryggis mcðan síðari heimsstyrjöldin stóð yfir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.