Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1955, Side 7

Andvari - 01.01.1955, Side 7
ANDVAIU Guðmundur Björnsson landlæknir. Eftir Pál V. G. Kolka. í sögu læknisfræðinnar eru rnargir og merkilegir áfangar, en þó er sá einn, sem segja má um, að þar hafi orðið alger vegamót. Árið 1864 tókst franska vísindamanninum Louis Pasteur að sanna það, að engin lífvera kviknar af sjálfri sér, heldur eru þær all- ar getnar af foreldri sér líku. Með því varð setningin „ornnis cellula e cellula" — sérhver fruma er af frumu getin — gerð að algildu lögmáli innan líffræðinnar og kenningin um sjálfgetnað, generatio aeqvivoca, kveðin niður fyrir fullt og allt, þrátt fyrir harða mótspymu. Með þessum atburði var lagður fastur grund- völlur að læknisfræði nútímans, því að mönnum varð þá ljóst, að farsóttir kvikna ekki af „óhollum dömpum", eins og ýmsir höfðu kennt allt fram að þessu, heldur af því, að ákveðnar sótt- kveikjur berast á milli manna, og á þetta einnig við um graftar- bólgur. Með því að koma í veg fyrir, að sýklar þeir, er farsóttum valda, berist frá sjúkum mönnum, má hefta útbreiðslu næmra sjúkdóma,- eða jafnvel útrýma þeirn með öllu, og með því að hindra það, að sóttkveikjur berist í opin sár, má forða því, að í sárunum grafi. Uppgötvun Pasteurs hóf því nýtt tímabil í sótt- vömum og beindi auk þess skurðlæknisfræðinni inn á brautir, sem djörfustu menn hafði ekki áður dreymt um, að væri færar. Á þessu merkisári, eða nánar tiltekið 12. október 1864, fæddist norður í Víðidal í Húnavatnssýslu frumborinn sveinn, sem ásamt tveimur öðrum Húnvetningum, er voru nafnar hans og á líku
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.