Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 11

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 11
ANDVARI Guðmundur Bjömsson landlæknir 7 einhverja nasasjón af því, að miklar framfarir voru að gerast innan þessarar fræðigreinar, því að Schierbeck landlæknir var maður ins nýja tíma og þekkti aðferðir þeirra Pasteurs og Listers, en ef til vill hefur það einnig haft nokkur áhrif, að allmiklum ljóma staf- aði af starfi Jósefs læknis Skaftasonar, hæði fyrir sakir læknis- afreka hans og karlmennsku, en hann var lækriir Húnvetninga hátt á fjórða áratug, þótt látinn væri þá fyrir um það bil áratug. Annars átti in nýja stefna erfitt uppdráttar áður en starfs þeirra Guðmundanna fór að gæta, svo sem eftirfarandi dæmi sýnir: Um 1890 var dr. Jónassen, sem var mikils metinn læknir og kennari við Læknaskólann, sóttur til konu í barnsnauð fram á Seltjarnames og tók hann með sér til aðstoðar einn af lærisvein- um sínum, Sigurð Magnússon, síðar héraðslækni á Patreksfirði, sem er heimildarmaður að þessari frásögn. Dr. Jónassen þurfti að taka bamið með töngum, sauð ekki tengurnar áður né þvoði sér um hendur, en tók strigapoka af gólfinu og breiddi undir konuna, til þess að hlífa rúmfötunum við blóði. Má af þessu ráða, hvílík gerbreyting varð, er Guðmundarnir þrír komu heim frá háskólanámi og tóku að móta læknakennslu og læknisstarf á íslandi í anda Pasteurs. Þeir Guðmundur Bjömsson og Guðmundur Hannesson tóku báðir embættispróf í janúar 1894 og urðu hnífjafnir að stiga- fjölda, hlutu góða 1. einkunn. Báðir voru það fjölhæfir og for- vitnir á þekkingu, að gera má ráð fyrir því, að þeir hafi ekki verið við eina fjöl felldir í háskólanámi sínu. Um þessar mundir vom þeir mjög samrýmdir Guðmundur Bjömsson og Bjarni Jónsson frá Vogi, og gengust þeir fyrir því, að stofnað var Félag íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn og var undirbúningsfundur haldinn 23/12 1892, en fyrsti reglulegur félagsfundur 21/1 1893. í stjóm þess voru kosnir Bjami Jónsson frá Vogi formaður, Guð- mundur Björnsson ritari og Bjarni Sæmundsson gjaldkeri. Á dag- skrá næsta fundar, sem haldinn var 18/2, var ,,Læknaskólamálið“ og hóf Guðmundur umræður um það. Sigfús B. Blöndal bóka-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.