Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 15

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 15
ANDVAIU Guðmundur Bjömsson landlæknir 11 liðsveitir að baki sér. En hann gat einnig barizt gegn harðri andstöðu, þótt fylkja þyrfti hugdeigum her til sóknar. Það sýndi hann bezt í vatnsveitumálinu. Elann var kosinn í bæjarstjórn Reykjavíkur 1899 og átti sæti í henni til 1905, er hann var kos- inn á þing. Sem bæjarfulltrúi hóf hann baráttu fyrir því, að gerð yrði vatnsveita í bæinn og vatnsbólin í honurn lögð niður, en þau höfðu sýnt sig að vera oft og tíðum sannkölluð smitból, einkum að því er snerti taugaveiki. Mörgum fannst það in mesta fjarstæða að veita vatni í bæinn langa leið, og töldu, að bærinn yrði settur á hausinn með því. Olli þetta honum nokkrum óvin- sældum um hríð, en hann fylgdi máli sínu fast fram, bæði í ræðu og riti, m. a. með stuttum og snjöllum áróðursgreinum í Lögréttu, og sýna þær vel rithátt hans, stuttar og gagnorðar, með greinarskiptum við flestar málsgreinar, og líkari töluðu máli en ritmáli. Sýna þær, að Guðmundur hefði orðið ágætur „columnist", ef hann hefði lagt fyrir sig blaðamennsku. Jón Þor- láksson, verkfræðingur og síðar ráðherra, kom inn í bæjarstjórn- ina um það leyti sem Guðmundur fór úr henni og fyrir ötula framgöngu þeirra beggja voru lögin um vatnsveitu í Reykjavík samþykkt á Alþingi 1907 og vatni fyrst hleypt í pípumar 16. júní 1909, þó ekki þá úr Gvendarbrunnum, heldur til bráða- birgða úr Elliðaánum. Kostaði vatnsveitan 504 þús. króna og þótti það að vonum mikið fé. „Þetta var fyrsti stórsigur tækn- innar í daglegu lífi Reykjavíkur og dagurinn merkisdagur í sögu bæjarins“, segir Jón biskup Helgason í Árbókum Reykja- víkur og má það með sanni segja. Það var einnig sá sigurdagur í lífi Guðmundar, sem honum var jafnan ljúft að minnast. Enn var það eitt mál, sem Guðmundur lét sig allmjög skipta lengi vel, og það var bindindismálið. Fyrstu ritgerð sína um skaðsemi áfengis skrifaði hann 1899, en margar fylgdu eftir, auk fyrirlestra og ræðna á Alþingi, þar sem hann fylgdi fram aðflutningsbanni án takmarkana. Átti hann um skeið sæti í framkvæmdanefnd Stórstúkunnar og varð jafnvel umboðsmaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.