Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 18

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 18
14 Páll V. G. Kolka ANDVAKl stundum talsverðan tíma og miklar þrautir, en maðurinn harður af sér með afbrigðum. Frá 1916 til 1929 var Bjami Jensson læknir landlæknisritari, gæðamaður inn mesti, en hniginn á efri ár, utan við sig og barnalegur að ýmsu leyti. Af honum tók við Grétar O. Fells lögfræðingur, sem gegnt hefur því starfi síðan, en skeið Guðmundar sem landlæknis var þá mjög að enda runnið. Sú breyting varð á starfi Guðmundar við stofnun Háskóla íslands 1911, að hann lét af kennslu í lyflæknisfræði, var að vísu settur prófessor um vorið eða þangað til Guðmundur Hann- esson var skipaður prófessor um haustið, en Jón Hj. Sigurðsson var settur héraðslæknir og kennari í lyflæknisfræði við Lækna- deild. Landlæknir flutti þó fáeina lyrirlestra í deildinni um heil- brigðislöggjöf fyrstu árin og var þar prófdómari til 1917. For- stöðumaður Ljósmæðraskólans var hann þar til er hann lét af embætti haustið 1931 og í stjómarnefnd Landspítalans, eftir að hún var stofnuð, til sama tíma. Ljósmæður, sem hjá honum lærðu, róma mjög kennslu hans, enda gerði fjör hans, áhugi og frjó- serni í hugsun honum jafnan auðvelt að ná tökum á tilheyrend- um sínum. Guðmundur var kosinn þingmaður Reykvíkinga af hálfu Heimastjórnarmanna eftir harða kosningabaráttu haustið 1904 og tók sæti á Alþingi næsta ár, en féll í hrakfömm I Ieimastjómar- manna 1908, þegar kosið var um sambandslagafrumvarpið, var konungkjörinn þingmaður 1913—15 og landskjörinn þingmaður 1916—22. Hann var forseti Efri deildar 1916—22 og skörungur mikill á forsetastóli. Er auðséð, að stjórn og þingi hafa þótt fá meiri háttar mál vera vel ráðin, nema hann kærni til, því að skipaður var hann formaður fánanefndar 1913, kosinn í vel- ferðarnefnd vegna heimsstyrjaldarinnar 1915, skipaður formaður verðlagsnefndar 1917 og lormaður milliþinganefndar í fossamál- um sama ár, kosinn í orðunefnd 1922 og átti sæti í henni til dauðadags. Nefndarálit fánanefndar og fossanefndar bera með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.