Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 20

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 20
16 Páll V. G. Kolka ANDVAKI Benediktssonar. Þessi önnum kafni og drembilegi embættismað- ur, að því er stundum virtist, lék sér að því að yrkja danslög um Kötu litlu í Koti, Sveinka og aðrar slíkar persónur á gelgju- skeiði vits og ábyrgðartillinningar. En hann náði einnig úr hörpu sinni endurómum úr sögu og þjóðtrú liðinna alda, eins og í kvæð- inu Hólamannahögg. Hann hafði mjög nærnt eyra fyrir klið málsins, var söngvinn og lék stundum á fiðlu í einrúmi. Ef til vill hefur hann haft miklu meiri áhrif á ljóðasmekk og klið- fögnuð yngri kynslóðar en rnenn hafa gert sér grein fyrir hingað til. Guðmundur var kominn á sextugsaldur þegar hann lét frá sér fara ljóðabókina „Undir ljúfum lögum", undir dulnefninu Gestur. Sjálfsagt hefði hún fengið talsvert lofsamlega dóma, þrátt fyrir það, að hún var ort í öðrum anda en þá var tízka, ef þar hefði verið um að ræða frumsmíð ungs rnanns, það verið skoðað bæði sem gild afsökun og gullið fyrirheit. En ritdómarar gátu ekki haft þennan föðurmynduglega og spekingslega hátt á, þegar um var að ræða einn af æðstu embættismönnum þjóðar- innar og alþingismann, sem þar að auki var orðinn of roskinn til að hægt væri að klappa honum á kollinn. Þeir létu sér því fátt um finnast. Dr. Alexander Jóhannesson virtist vera sá eini, sem kunni að meta þetta uppátæki landlæknis. Ekki þarf að efa það, að landlækni hefur komið nreginkynngi og mvndagnótt af lestri fornkvæða íslenzkra, en hann mun einnig hafa verið talsvert lesinn í erlendum skáldskap. í ljóðabók hans eru nokkur þýdd kvæði og fyrirlestur hélt hann eitt sinn í Stúdentafélagi Reykjavíkur um skáldskap Shakespeares, þar sem hann las upp þýðingu sína á kaflanum um bállör Sesars úr leik- ritinu Julius Caesar. Kom sú þýðing í Skírni 1918. Þá þýddi hann úr frönsku kvæði um Louis Pasteur, eftir prófessor Roux í París, og las það upp í sambandi við fyrirlestur, sem hann hélt um Pasteur. Gekk hann á meðan fram og aftur um leiksviðið í Bárubúð, notaði handahreyfingar talsvert til áherzlu, eins og hans var stundum háttur, og bar fram kvæðið með miklum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.