Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 29

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 29
ANDVAHI Nú taka öll húsin að loga 25 hafa átt sér stað nokkru fyrir Njálsbrennu. Hróðný spyr: „Hvort er það satt, að þú hafir svarið eið að fara að Njáli og drepa hann og sonu hans?“ Hann svaraði: ,,Satt er það.“ (K. 124). Síðar kemur þó í ljós í sjálfri brennufrásögninni, að það hefur ekki verið ætlun Hosa að drepa Njál ásamt sonum hans, heldur Kára Sölmundarson. Enda var Kári að vigi Höskulds en ekki Njáll. Virð- ist svo sem fyrirmyndin frá Flugumýri hafi ruglað Njáluhöfund í bili og valdið hvimleiðri mótsögn um mjög mikilvægt atriði. Þessi stórfellda frásagnarveila verður varla skýrð með öðrum hætti. Þótt Ingjaldur á Keldum væri venzlamaður Flosa og eiðsvar- inn samherji hans, lét hann Njáli berast aðvörun um þá hættu, sem yfir honum vofði. Kemst hann þannig að orði við Hróð- nýju: ,,En seg þú það Njáli og sonum hans, að þeir séu varir um sig þetta sumar allt, því að það er þeim heilræði, og hafi margt manna“. Má kalla þessa orðsendingu harla undarlega. Á alþingi hafði Flosi í heyranda hljóði heitið hefnd fyrir dráp Höskulds um leið og liann hratt frá sér vígsbótunum, sem fram voru boðnar. Oðru máli gegnir, ef Ingjaldur hefði lagt fyrir Hróðnýju, að segja Njáli frá hinum fyrirhugaða atfarardegi brennumanna, en það undanfelldi hann í orðsendingunni og kvað það níðingsverk að greina frá hefndarráðagerð Flosa. Aftur birtast augljós áhrif frá sögnum af Flugumýrarbrennu. Hrafn Oddsson, svili og samherji Eyjólfs Þorsteinssonar, er beð- inn að taka þátt í árásinni að Gissuri og sonum hans. Hrafn „latti þessa óráðs," (I, s. 482), enda þá nýbúinn að sættast við Gissur og auk þess veizlugestur á heimili hans. Þegar Hrafn reið á b’rott frá Flugumýri, mælti hann „varúðarmálum til Gissurar, bað hann gæta sín vel,“ (I, s. 483), en þagði vandlega um ráðagerð Eyjólfs Þorsteinssonar. Hrafn Oddsson og Ingjaldur á Keldum bera sig þannig alveg eins að og af sömu ástæðum. Þeir vilja ekki ljóstra upp árásaráformum venzlamanna sinna. Og einmitt af þeim sök- um koma aðvaranir þeirra að engu haldi. Ollum höfuðatriðum í báðum brennufrásögnum má í senn lýsa með sömu orðum: Brennan á sér stað að næturlagi, og dvelj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.