Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 62

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 62
58 Bjöm Þórðarson ANDVARI að rísa gegn honum og sömuleiðis Eyfirðingar. Þá býður Brandur bóndi í Höfða honum til veturvistar, og það þiggur biskup. Af þessu verður ehkert ráðið um afsetning hans. En til hins gagn- stæða bendir breytt viðhorf Sighvats og Sturlu til Guðmundar biskups. Sturla bjóst til utanferðar haustið 1233. En áður en hann fór hafði Sturla „meðr sætt komizt í góðan málfrið herra Guðmundar" (Bps. IL 147). Og er þrútna tók óvildin milli Sig- hvats og Kolbeins unga seint á árinu 1233, kepptust þeir um fylgi biskups. Sighvatur bauð honum til Grundar en Kolbeinn til Flugumýrar og þangað fór hann og var þar um föstuna 1234. Llm vorið, er dró til bardaga í Flatatungu milli Kolbeins og Órækju Snorrasonar á aðra hlið og Sighvats á hina, fylgdist Guð- mundur biskup með liði Kolbeins og skriptaði mönnum hans. Af bardaga varð ekki, en sætzt á að Magnús biskup gerði um málin á þingi um sumarið (Bps. I. 558, Sturl. I. 373). Eftir sættina í Flatatungu fór Guðmundur biskup með Kol- beini til Flugumýrar og þaðan til Hóla. Eftir það var hann ekki langvistum af staðnum meðan hann lifði. Hann var jafnan í lítilli stofu og tveir klerkar hjá honum, og lifði þá líkara hljóð- lyndum og hóglátum einsetumanni en harðlyndum og hlutsöm- um biskupi. Löngum var hann lítt heill, því að hann var eigi bókskyggn er hann fór frá Höfða, en blindur með öllu síðasta veturinn er hann lifði (Bps. I. 584, Sturl. I. 399). Skal hér horfið frá Guðmundi biskupi að sinni og snúið til Magnúsar biskups. Ekkert segir í nútiltækum heimildargögnum um samskipti biskupanna Guðmundar og Magnúsar eftir útkomu hans 1232 eða um athafnir Magnúsar biskups á því ári. Sumarið 1233 hefur hann farið yfirreið um Vestfirðingafjórðung, því að á Ólafsmessu var hann staddur í Vatnsfirði hjá Órækju Snorrasyni, sem vorið áður hafði tekið við þeim stað eftir eindreginni ósk föður síns, en gegn eigin vilja. í annálum ársins 1233 er þess getið, að þetta ár hafi tekizt sættir með Magnúsi biskupi og Snorra Sturlusyni. Ekki er getið máls þess, er sættir tókust um, og heimildir brestur um misklíðarefni þeirra. Líklegra er, að biskup hafi komið á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.